Menntamál - 01.12.1958, Page 77
MENNTAMÁL
129
6. Alþjóðleg samskipti kennara eru mjög þarfleg, bæði
sakir menningar og hagsmuna. Eðlileg tengsl hlið-
stæðra stofnana í ólíkum löndum eru oft auðveldasta leið-
in til starfsbróðurlegrar fyrirgreiðslu. Getur því skipt
miklu máli fyrir íslenzk kennarasamtök, að þau hafi lif-
andi snertingu við félagsbræður erlendis.
7. Það leiðir af því starfi, sem getið er um í 5. gr.,
að margbreytt og nytsamlegt efni safnast fyrir, og getur
verið gagniegt og vekjandi fyrir kennara að kynnast því.
Er æskilegt, að það hafi einhvern samastað á vegum kenn-
arasamtakanna. Líku máli gegnir t. d. um skýrslur, er ís-
lenzkir kennarar skrá um námsferðir til annarra landa.
Kennarasamtökin hafa mér vitanlega ekki haft bolmagn
til að birta neina slíka skýrslu í heild fram að þessu, enda
þótt vert hefði verið.
8. Marga íslenzka kennara fýsir að kynnast starfi stétt-
arsystkina sinna hérlendis. I Reykjavík eru flest tæki-
færin til margvíslegs náms, og er því ekki ósennilegt, að
mörgum kennara kæmi vel að eiga nokkurt athvarf í gesta-
herbergi sinna eigin húsakynna í höfuðstaðnum. Ætti það
að vera þeim mikill styrkur, ef þeir kysu að víkja sér lítið
eitt frá um kennslutímann og fara náms- og kynnisferð
t. d. til Reykjavíkur. Það er hagsmuna- og metnaðarmál
íslenzkrar kennarastéttar að frjóvgast og mannast af því,
sem bezt er unnið í skólunum hér heima. — Ef vel tækist
um slíkt gestaherbergi hér í höfuðstaðnum, má vera, að
ástæða þætti til að reyna slíkt víðar. Þá myndu kennara-
heimsóknir örva þá, sem vel vinna og sóttir eru heim.
9. Hér er m. a. átt við vitneskju um námsstyrki, er
kennurum mættu að gagni koma, og þekkingu á þeim úr-
ræðum, er stéttarbræður annars staðar beita, sem og leit
að nýjum ráðum til að auðvelda kennurum að ráða við
kostnað af viðhaldsnámi. Hér má t. d. geta þess, að Banda-
ríkjaþing samþykkti fyrir nokkrum vikum að heimila
starfandi kennurum að draga kostnað af viðhaldsnámi
9