Menntamál - 01.12.1958, Page 81
MENNTAMÁL
133
Kennaratalan. Af 760 föstum kennurum eru 20 við
einkaskóla, 10 settir eða skipaðir að hálfu við gagnfræða-
skóla, 6 eru í orlofi og 5 eru sjúklingar, er taka laun þetta
ár samkvæmt lögum nr. 66/1939, 9. gr. (berklavarnar-
lög) eða reglugerð nr. 87/1954. Starfandi kennarar við
barnaskóla ríkisins eru því 729. Tala stundakennara við
barnaskóla utan kaupstaða er tekin samkvæmt skýrslu
1956—57. Sú tala er svipuð frá ári til árs.
Heimavistarskólar. Með heimavistarskólum eru hér
talin uppeldisheimilin í Mosfellssveit, Sólheimum, Breiðu-
vík o. fl., þar sem ríkið greiðir kennurum þessara stofn-
ana.
Framhaldsskólar:
Raunverulegur nemendafjöldi er nokkru lægri — eða
sem næst 14365 —, þar sem nokkur hluti nemenda í yfir-
litinu er tvítalinn, því að mjög mikill hluti nemenda allra
tónlistaskólanna, Handíða- og myndlistarskólans, mynd-
listarskólanna í Reykjavík og Vestmannaeyjum og List-
dansskóla Þjóðleikhússins er jafnframt í barna- og gagn-
fræðaskólum. Það mun láta nærri, að um 75% af nem-
endum þeirra skóla séu í barna- og gagnfræðastigsskól-
um, og dregst því sú tala frá (75% af 1344 = 1008).
Námsmenn við erlenda skóla munu nú vera um 700 alls.
Af 479 föstum kennurum við framhaldsskóla eru 10
starfandi að hálfu leyti við barnaskóla, sem fyrr er sagt,
6 eru í orlofi og 2 eru veikir. Stundakennarar eru all-
margir tvítaldir, þar sem margir þeirra eru fastir kenn-
arar við aðra skóla. Einkum eru það stundakennarar við
unglingaskóla og iðnskóla, sem jafnframt eru fastir kenn-
arar við barna- og gagnfræðaskóla.
Allar tölur varðandi framhaldsskólana eru miðaðar við
skólaárið 1957—58.
(Frá fræðslumálaskrifstofunni).