Menntamál - 01.12.1958, Side 82
184
MENNTAMÁL
LestrarörSugleikar.
Hér fara á eftir lýsingar þriggja manna á eigin lestrar- og skriftar-
örðugleikum. Kennarar munu oft ekki gera sér grein fyrir því, liversu
magnaðir örðugleikar þessir geta verið, og álíta {jeir stundum, að
greindarskortur eða hirðuleysi valdi, enda þótt hvorugt þurfi að
koma til.
Þessi dæmi eru frá þremur nemendum úr sama bekk í framhalds-
skóla, tveimur piltum og einni stúlku. Oll eru þau bráðvel gefin,
nr. III er örvhendur, nr. I er frábær stærðfræðingur, nr. II og III
listfeng og af listfengu kyni komin.
Væntanlega flytja Menntamál einhvern tíma fræðilegri grein um
þessi efni, en ég vona, að þessi dæmi verði nokkur áminning um, að
fara jafnan hægt og gætilega að þeim nemendum, sem líkt er ástatt
um og hér er frá skýrt.
Ritstj.
I.
Þegar ég nú sezt niður og skrifa um mína eigin lestrar-
örðugleika, þá vantar mikið á, að ég sé fær um það. í fyrsta
lagi er langt liðið, síðan mest þar á þeim, svo að nú er ég
farinn að gleyma mörgu, og í öðru lagi var ég svo ungur,
þegar þetta bar mest fyrir, að ég hafði ekki áhuga á að
rannsaka slíkt efni, og gerði mér því aldrei grein fyrir því,
þó að ég væri oft hissa, þegar ég fékk stílana mina, og hugs-
aði sem svo, að ég hefði getað gert þetta betur.
Lesturinn.
Ég hafði lítinn áhuga á lestri sem barn, og byrjaði því
seint á lestrarnámi. Þegar ég byrjaði, var ég fljótur að
þekkja stafina, og varð sjálfur ekki var við neina erfið-
leika, fyrr en ég var orðinn stautlæs. Þá fór það að koma