Menntamál - 01.12.1958, Blaðsíða 83
MENNTAMÁL
135
fyrir, að ég strandaði oft alveg, og þá engu að síður á létt-
um en þungum orðum, og stundum las ég áfram eitthvað,
sem alls ekki stóð í bókinni. Þetta hafði þau áhrif á mig
með tímanum, að ég varð óöruggur að lesa upphátt, svo að
aðrir heyrðu, og stundum hræddur við það, því að stund-
um stoppaði ég svo algjörlega, að ég vissi alls ekki neitt
og komst þá ekki af stað aftur. Þó var ég ákaflega misjafn,
einn daginn bar ekkert á þessu, þó að næsta dag gæti ég
ef til vill ekkert lesið.
Lítið háði þetta mér, þegar ég las í hljóði eða aðeins
fyrir sjálfan mig, því að þá las ég rólega og einbeitti mér
mjög að efni því, sem ég las um, og þurfti ég þá oft ekki
nema eina yfirferð til að kunna á efninu sæmileg skil. Og
þó að ég stoppaði, var ég fljótur að átta mig aftur.
Svo að ég lýsi þessu strandi mínu stuttlega, eins og það
kemur fyrir mig, þá verður það þannig, að sum orð, sama
hvort þau voru löng eða stutt, komu þannig fyrir sjónir
mínar, að ég gat ekki með neinu móti séð neina merkingu
í þeim eða alls ekki þá réttu, þó að ég tætti þau í sundur í
örsmáar samstöfur.
Nærvera annarra og mikill hraði virtist hafa slæm áhrif
á lestur minn. Þegar ég fór að skilja þetta, gerði ég mér far
um að lesa hægt og skýrt og hugsa aldrei um kringum-
stæðurnar. Árangurinn var sá, að þessi galli minn minnk-
aði stórum, og nú get ég lesið rólegur, hvenær sem er og
hvar sem er. Og þó að ég stanzi, kemst ég ekki úr jafn-
vægi, eins og áður, ég lít þá gjarnan af bókinni og get ég
þá haldið áfram hrukkulaust, þegar ég lít á hana aftur.
Þetta tekur svo stuttan tíma, að það hefur engin áhrif á
lesturinn. Þá vil ég loks geta eins. Eins og flestir vita,
lesum við fram fyrir okkur með augunum, það er, að aug-
að er nokkrum atkvæðum á undan hugsuninni eða rödd-
inni. Nú hef ég veitt því eftirtekt, að augað er oft komið
töluvert fram fyrir þann stað, sem ég stranda á.