Menntamál - 01.12.1958, Síða 84
136
MENNTAMÁL
Stafsetningin.
Framan af gekk mér vel að stafsetja. Ég hafði engar
hljóðvillur, og mér gekk vel að læra reglur, en þó fór að
bera mikið á villum í stílum mínum, en flestar voru þær
þess eðlis, að ég sá þær sjálfur um leið og mér var bent
á, að þar væri villa (klaufavillur, kallaði ég þær). Það
er að segja, % af villunum voru ekki vegna kunnáttuleys-
is. Þær voru eins og nú skal greina:
í fyrsta lagi: Sleppt úr stöfum (vet = vert, gnga =
ganga, vo = svo).
f öðru lagi: Skipt um stafi (eitthvar = eitthvað, vegla
= vegna).
í þriðja lagi: Bætt inn stöfum, sem þó var sjaldgæfast.
Þó að ég læsi stíllinn yfir, strax og ég hafði lokið við
hann, fann ég lítið athugavert við hann, en ef ég las hann
yfir að nokkrum tíma liðnum, fann ég, að sum orðin voru
svo vitlaus, að ég gat ekki fundið merkingu þeirra. Þá
vil ég geta þess, að aðra stíla gat ég leiðrétt sæmilega.
Erfiðlega gekk mér stundum að skrifa nákvæmt upp eftir
öðrum.
Oft hef ég tekið eftir því, þegar ég hef verið að segja
til í reikningi, að ég nefni einhverja tölu og ætla að skrifa
hana, en skrifa í staðinn einhverja allt aðra, og hafa þá
nemendur mínir orðið að leiðrétta mig.
Af þessu hef ég dregið þá ályktun, að ég hugsi rétt, en
túlki hugsun mína vitlaust á blaðinu.
Nú vil ég segja frá örlitlu dæmi, sem gæti verið þessu
skylt. Eitt sinn átti ég að skrifa upp Faðir vorið. Ég vil
taka það fram, að það var eitt af því, sem ég kunni bezt,
en árangurinn af fyrstu tilraun var sá, að þegar ég las
það aftur yfir, var ekki hægt að sjá, að þetta væri Faðir
vorið, svo mikið vantaði þá í það. Nú bætti ég inn í þar,
sem á vantaði. En ekki var það þó komið allt í þriðju til-
raun, en þá vantaði reyndar ekki annað en og.