Menntamál - 01.12.1958, Side 86
138
MENNTAMÁL
og áður en lauk, gafst ég alveg upp viS að læra stafsetningu
erlendra mála. Við þýðingar var ég fljót að læra efni kafl-
anna, þó að ég kynni ekki orðin, svo að hún var oft frem-
ur endursögn en bein þýðing.
Málaeinkunnirnar voru í samræmi við þetta eða um
5—6,5, þótt aðaleinkunn væri um 8. Sem dæmi um það,
hvernig orð geta vafizt fyrir mér, má nefna, að í fljótu
bragði geri ég e. t. v. ekki greinarmun á sem og mes o.
s. frv.
Það er eins og orðið hafi ekki fasta mynd, heldur geti
stafirnir breytt um röð innbyrðis. Þetta kemur líka mjög
oft fyrir með tölustafi. Ég les þá 21 fyrir 12, 53 fyrir
35 o. s. frv. Þessar villur drógu að sjálfsögðu úr reikn-
ingsgetu minni, einkum meðan ég var í barnaskóla. Eftir
gagnfræðaskóla fór ég á alþýðuskóla í Svíþjóð. Ekki var
ég bjartsýn, þegar ég lagði í þá ferð. Bjóst við, að mér
myndi seint ganga að læra málið. Það fór á aðra leið.
Mér gekk fljótt og vel að tala og skilja sænskuna. Þá skild-
ist mér fullkomlega, að eitthvað var öðru vísi en það átti
að vera með skyn mitt á ritað mál. Svíþjóðarferðin varð
því til að glæða sjálfstraust mitt, sem mjög hafði verið
lítið, meðan ég gekk í skóla hér heima.
III.
Ég hef verið beðinn að geta hér örðugleika minna í sam-
bandi við lestur og starfsetningu. Ég mun því reyna,
eftir því sem efni og aðstæður leyfa, að gera þessu nokk-
ur skil, en vil þó geta þess, að ég er fjarri foreldrum og
átthögum og get því ekki stuðzt við upplýsingar þeirra,
sem þekktu mig bezt, er ég á barnsaldri byrjaði að lesa
þessar námsgreinar. Hér mun því verða stuðzt mest við
minnið, núverandi örðugleika og gamlar ritæfingar.