Menntamál - 01.12.1958, Síða 87
MENNTAMÁL
139
LESTUR.
Strax í barnaskóla tók ég eftir því, að ég var eftirbátur
flestra jafnaldra minna í lestri. Ég fann mjög til þess og
fór alltaf hjá mér, er ég var neyddur til að lesa upphátt
í skólanum. Af frjálsum vilja las ég aldrei upphátt fyrir
neinn.
Við lesturinn fannst mér ég aldrei geta treyst sjóninni
fullkomlega, að það væri rétt er ég sæi, og kemur þetta
stundum fyrir mig enn þann dag í dag. Oft stanzaði ég
við þekkt og auðskilin orð og komst ekki fram úr þeim,
fyrr en ég hafði stafað þau.
í barnaskólanum tók ég líka eftir því, að ég þurfti yfir-
leitt lengri tíma til heimalesturs en skólasystkini mín, og
hélt ég lengi vel, að það stafaði aðallega af því, að ég læsi
betur heima en mörg þeirra, og studdi það þá skoðun
mína, að ég fekk oft dágóðar einkunnir í lesfögum.
En aðallega held ég, að hin sæmilega kunnátta í les-
greinunum hafi stafað af því, að ég fór hægt og einbeitti
mér við lesturinn.
1 framhaldsskólum komu þessir lestrarörðugleikar mín-
ir aðallega niður á málanáminu. í byrjun gekk mér námið
vel, því að ég hafði vilja til að eignast lykilinn að hugsun
og háttum annarra þjóða. En þegar fram í sótti, fór ég að
þurfa helmingi lengri tíma en aðrir í dönsku, ensku og
þýzku heimalexíuna og hætti að komast yfir allt, sem mér
var sett fyrir heima. Þegar ég sá svo, hvað aðrir tóku sér
þetta nám létt með betri árangri, fekk ég minnimáttar-
kennd gagnvart þeim og málanáminu í heild. Prófin urðu
nú eina keyrið á þetta nám mitt, enda er málakunnátta
mín vægast sagt bágborin.
STAFSETNING.
í barnaskólanum má segja, að fylgzt hafi að lestur minn
og stafsetning, og þóttist ég heldur en ekki maður með