Menntamál - 01.12.1958, Page 90
142
MENNTAMÁL
Freysteinn Gunnarsson, Arngrímur Kristjánsson og Frímann Jón-
asson.
Endurskoðendur eru:
Pálmi Jósefsson og Guðmundur I. Guðjónsson.
Skipulagsskrá
fyrir
Menningarsjóð Itennara.
(Staðfest 26. júní 1947).
1. gr.
Sjóðurinn heitir Menningarsjóður kennara. Minning Magnúsar
Helgasonar skólastjóra.
2- gr.
Sjóður þessi er stofnaður með 1000,00 króna framlagi frá Sambandi
íslen/kra barnakennara og minningargjöfum um Magnús Helgason,
skólastjóra. Stofnfé sjóðsins er 2000,00 krónur.
Tekjur sjóðsins eru:
a. Vextir af stofnfé sjóðsins.
b. 5% af árlegum tekjum SÍB.
c. Minningargjafir (enda gefi sjóðurinn út minningarspjöld, sem
seld verði til ágóða fyrir sjóðinn).
d. Áheit.
e. Dánargjafir.
f. Aðrar gjafir, er sjóðnum kunna að berast.
g. Verði tekjuafgangur af bókaútgáfu SIB og útgáfu Islandskorts-
ins, skal hann renna í menningarsjóðinn.
b. Sé styrkur áætlaður á fjárlögum ríkisins til utanfara kennara
eða kennaranámskeiða, en styrkurinn ekki veittur vegna sér-
staks ástands utanlands eða innan, skal stjórn SÍB vinna að því
við stjórnarvöld ríkisins, að áætlaður styrkur sé greiddur til
sjóðsins og leggist þá við höfuðstólinn.
3. gr.
Þegar sjóðurinn er orðinn 25000,00 kr., má veita árlega styrki úr
honum, er nemi i/ ársvaxta, en /A ársvaxta skal leggja við höfuð-
stólinn. Þegar sjóðurinn er orðinn 50000,00 kr., má veita úr honum
styrki, er nemi allt að i/6 ársvaxta, /5 ársvaxta skal leggja við höfuð-