Menntamál - 01.12.1958, Side 93
MENNTAMÁL
145
Húsavík, en innritaðist í heimspekideild háskólans haustið
1931 og lagði þar stund á íslenzk fræði. Hélt hann fyrstur
Akureyrarstúdenta út á þá braut. Jafnframt náminu stund-
aði hann kennslu, sem um margra ára bil var fullkomið
starf eða jafnvel meira, lengst af við Menntaskólann í
Reykjavík, enda átti hann fyrir fjölskyldu að sjá. Það var
því eigi að furða, þó að töf yrði á námi hans og það því
fremur sem hann gekk ekki alltaf heill til skógar á þeim
árum. En kandidatsprófi í íslenzkum fræðum lauk hann
vorið 1942 með góðri 1. einkunn. Frá því ári var hann
fastur kennari við Vélskólann, en kenndi stundum jafn-
framt við Stýrimannaskólann. Kennsla var ævistarf Stein-
gríms, og honum lét hún ágætlega, en jafnframt var hann
mjög áhugasamur um allt það, sem efst var á baugi í
fræðigrein sinni, enda óvenjulega jafnvígur á höfuðgrein-
ar íslenzkra fræða, íslandssögu, bókmenntasögu og mál-
fræði. Auk þess hafði hann mjög staðgóða þekkingu á
almennri sögu og enskri tungu. Ást hans á fræðunum
birtist einkar fallega í vel völdu og fögru bókasafni, er
honum tókst að koma sér upp af takmöi’kuðum efnum.
Þrátt fyrir miklar kennsluannir vann hann nokkuð að út-
gáfustarfsemi, gaf út Heimskringlu í alþýðlegri útgáfu
árið 1944, og var það í fyrsta sinn, er Heimskringla var
öll gefin út á Islandi. Auk þess gaf hann út ásamt öðrum
kvæði og rímur Hallgríms Péturssonar árið 1945, en sumt
í þeirri útgáfu hafði aldrei birzt á prenti áður.
Eins og ég gat um áðan, átti Steingrímur sæti í lands-
prófsnefnd frá 1946 til dauðadags. Öll störf sín þar, eins
°g raunar alls staðar annars, rækti hann af hinni mestu
alúð og stakri kostgæfni. Honum var fágæt snyrtimennska
í blóð borin, og hún mótaði alla framkomu hans og setti
svip sinn á allt, sem hann lét frá sér fara. Hann hafði
«1 að bera ríka og næma réttlætiskennd, en var jafnframt
hófsamur í dómum. Hlýleiki og gott gamanskyn einkenndi
hann í vinahópi.
10