Menntamál - 01.12.1958, Blaðsíða 96
148
MENNTAMÁL
þýzku, þýzku og frönsku o. s. frv., þannig að hann felldi
niður aðrar greinar, en yki þekkingu sína að sama skapi í
kjörgreininni — eða kjörgreinunum, því að ekki þyrfti
að binda valið við aðeins tvær námsgreinar. Með slíkum
háttum mætti koma á miklu frjálslegri og þroskavænlegri
vinnubrögðum en taldar hafa verið nauðsynlegar við nú-
verandi námstilhögun, þar sem nemendur eru þvingaðir
til að leggja nokkra rækt við námsgreinar, sem þeim
kunna að vera meira eða minna óhugstæðar. Kjörfrelsið
mundi knýja nemendur til aukins sjálsnáms, en ég er ekki
í neinum vafa um það, að þeir teldu þá skyldu aðeins
ljúfa, því að ungt fólk er glöggt um margt og sæi strax
í hendi sér, að þannig væri það í senn betur búið undir
lífið og betur brynjað gegn þeim viðbrigðum, sem bíða
þeirra, er hverfa inn fyrir dyr háskólanna. Kostir kjör-
frelsisins eru margir og svo auðsæir, að þarflaust er að
ræða þá hlið málsins frekar.
En þá kemur að ljónunum á veginum, og þau eru allt
annað en árennileg. Kjörfrelsi í menntaskólunum mundi
óhjákvæmilega hafa allmikinn beinan kostnað í för með
sér og gera einnig auknar kröfur um húsrými. Breyting-
um í þessa átt yrði auðveldast að koma á í fjölmennum
skóla eins og Menntaskólanum í Reykjavík, en hann mun
hins vegar vera lakast staddur í húsnæðismálum, eins og
nú standa sakir. Ljónin verða ekki lögð að velli í bili, —
því miður, svo að málið hefur verið lagt á hilluna um
stund, en við skulum vona, að það sé ekki lagzt til hinztu
hvíldar.
Er menntaskólakennarar voru komnir að þeirri niður-
stöðu, að þeir stæðu frammi fyrir luktum dyrum í kjör-
frelsismálinu, tóku þeir að leita annarra úrræða, sem lík-
legri væru til að komast í framkvæmd. Tillaga hefur kom-
ið fram um, að stofnuð verði ný deild við menntaskólana,
sem kalla mætti „miðdeild“ eða eitthvað í þá átt. Hin
nýja deild á að verða hagnýtari en hinar tvær, sem fyrir