Menntamál - 01.12.1958, Side 97
MENNTAMÁL
149
eru og miða einkum að undirbúningi til háskólanáms, og
námsskráin þá frábrugðin um eitt og annað, kennsla auk-
in í náttúrufræði og e. t. v. í nýmálunum, en latína felld
niður, svo að eitthvað sé nefnt. Nemendur úr þessari deild
eiga að vera betur undir það búnir að hverfa að ýmiss
konar atvinnu, t. d. skrifstofustörfum, þegar stúdents-
prófi er lokið, en eiga þó rétt til háskólanáms, ef hugur
þeirra stefnir þangað. Nú er það staðreynd, að stúlkur
sækja menntaskólana í æ ríkari mæli. Fæstar þeirra hyggja
á háskólanám, svo að hin nýja deild ætti að verða þeim
eftirsóknarverð, en einnig þeim piltum, sem óráðnir eru,
hvort þeir leggi leið sína í háskóla eftir stúdentspróf.
„Miðdeildar“-málið er enn ekki komið á það stig, að
tímabært sé að ræða væntanlegar námsgreinar eða skipt-
ingu stunda á milli þeirra, en þess má geta, að þar verð-
ur að sjálfsögðu eitthvað af námsgreinum, sem ekki hafa
verið kenndar í menntaskólum til þessa.
Að endingu vil ég taka það fram, að bæði ég og margir
atvinnubræður mínir telja ,,kjörfrelsis“-málið athyglis-
verðari hugmynd, og er þó ,,miðdeildar“-tillagan síður en
svo lítilvægt mál að okkar dómi. Læt ég svo niður falla
þessa rödd úr menntaskóla, sem væri kannske réttar flokk-
uð undir „hósta“ eða „stunu“.
Ingvar G. Brynjólfsson,
menntaskólakennari.