Menntamál - 01.12.1958, Síða 100
152
MENNTAMÁL
Til þess að fá sem öruggasta mynd af afbrigðilegum
börnum, sem síðar er hægt að leggja til grundvallar
kennslu og uppeldi þeirra, þarfnast þau rannsóknar.
Rannsóknin er fólgin í gáfnaprófum, skapgerðarprófum,
athugun á hegðun, viðbrögðum og öllu atferli í skóla og
utan. Þessu til viðbótar er sá þáttur rannsóknanna, sem
oft er þýðingarmestur, en það er athugun á heimili og
uppeldisaðstæðum barnsins.
Kennari, sem fær afbrigðileg börn til meðferðar, er
rannsökuð hafa verið af kunnáttumanni, verður að skilja
og kunna að meta, hvað býr á bak við þær niðurstöður,
sem prófin gefa.
Greindarvísitala (GV.) er köld og þögul fyrir þeim,
sem ekki skilur það táknmál, sem hún talar hverju sinni.
Til hægðarauka nota ég hér GV, þegar ég tala um af-
brigðileg börn, þó að hún sé ekki einhlít til að ákveða náms-
árangur. — Það mun rétt að gera hér lítillega grein fyrir
þeim hluta GV, sem að treggáfuðu börnunum snýr. —
Próf. Matthías Jónasson segir í bók sinni „Nýjar mennta-
brautir", bls. 72, um börn með GV 85—75: „Mestur hluti
þessa hóps eru líkamlega heilbrigð börn, en námið sæk-
ist þeim erfiðlega og vekur þeim sjaldan áhuga.“ Einnig
segir hann á bls. 71—72: „Börn með greindarvísitöluna
75—50 eru afar tornæm og eiga því erfitt með allt nám,
einkum bóklegt, og öll flóknari störf.“ Enn segir próf.
Matthías Jónasson í sömu bók, bls. 71: „Greindarvísi-
talan 50 og lægri sýnir, að börn þau, sem um ræðir, eru
ekki skólahæf. Þau verða aldrei læs“ . . .
Eins og sést á því, sem tekið hefur verið upp úr Nýjum
menntabrautum, má skipta þessum vangefnu börnum í
3 flokka, og þarf hver flokkur kennslu og uppeldi við sitt
hæfi:
GV 85—75 Hæf til nokkurs bóknáms
— 75—50 Lítt hæf til nokkurs bóknáms.
— frá 50 Ekki skólahæf.