Menntamál - 01.12.1958, Qupperneq 101
MENNTAMÁL
153
Það er rétt að gera nú tveimur fyrri flokkunum,
sem taldir eru að ofan, nánari skil, vegna þess að þeir
snerta skólann. Síðasti flokkurinn er ekki skólahæfur og
verður því lítið fjallað um hann í þessari grein.
Börn, sem hafa GV 85—75, hafa mjög litlar gáfur til
bóknáms og falla því mjög illa inn í það fræðslukerfi, sem
gerir ráð fyrir nær einhliða bóknámi. Þessi börn eru
ekkert afbrigðileg í útliti, og hættir foreldrum og jafnvel
kennurum því oft til að kalla það leti, sem stafar af al-
gjöru getuleysi. Viðbrögð foreldra eru þá oft óánægju-
nöldur og gagnslausar brýningar, en kennarinn beitir eft-
irsetum til refsingar. Litið er með vanþóknun á úrlausnir
verkefna, án þess að gengið sé nægilega vel úr skugga
um, hvort úrlausnin er í samræmi við getu nemandans.
Slík framkoma við börn ber að sjálfsögðu neikvæðan ár-
angur. Börnin gefast upp og hætta jafnvel að hirða um
að leysa þau verkefni, sem annars mundu hæfa getu þeirra.
Ekkert er börnum skaðlegra í skólastarfi en uppgjöf gagn-
vart viðfangsefninu, þ. e. náminu í heild.
Vegna þess að huglæg skoðun, huglæg tenging og rök-
ræn hugsun eru mjög óþroskaðir eiginleikar hjá vangefn-
um börnum, verður að beita öðrum aðferðum til þess að ná
til hvers barns. Það verður að sýna eða teikna, það sem
talað er um, handfjatla það og vinna með því. Vinnan við
námsefnið er aðalatriði. Kennsla, sem byggð er á frásögn,
án verkrænnar þátttöku þessara barna, missir marks.
Skynjanir vangefinna barna eru mjög ónákvæmar og
þokukenndar. Þau greina ekki aukaatriði frá aðalatriðum.
Margt það, sem virðist hroðvirkni, byggist á hinni óná-
kvæmu skynjun. Þess vegna er það höfuðatriði í kennslu
þessara barna að leiða þau nær nákvæmari skynjun með
hógværum ábendingum á göllum verksins, ásamt því að
Sleðjast yfir því, sem vel er gert. Endurtekningar á svip-
uðum handtökum og handbragði eru nauðsynlegar. Ekki
er mikil hætta á, að þau verði leið á verkefninu vegna