Menntamál - 01.12.1958, Side 105
MENNTAMÁL
157
földustu tæki geta verið þýðingarmikil við kennslu þess-
ara barna, og oft þýðingarmeiri en dýrari tækin, sem
ryðja sér nú mjög til rúms í skólum landsins. Margir
hlutir aðrir en ég hef nefnt hér eru kennslunni þarfir,
og vildi ég þá helzt minna á allan þann aragrúa, sem
natinn og góður kennari býr sér til af hjálpartækjum,
eftir því sem honum þykir við þurfa hverju sinni.
Kennsla vangefinna barna þarf að vera mjög einstak-
lingsbundin, til þess að hinir takmörkuðu hæfileikar njóti
sín til fulls. í þessari staðreynd felst krafan um, að börn
séu naumast fleiri en 15 í deild. Börnunum á síðan að
skipta í starfshópa í hverri deild, og ræður þeirri skipt-
ingu hæfileikaskyldleiki og námshraði barnanna. Séu börn-
in ekki fleiri og skipt í starfshópa, getur kennarinn stjórn-
að verkinu hjá heildinni og jafnframt tekið einstakling-
ana til sérkennslu. Þannig skapar þetta fyrirkomulag tæki-
færi, sem hópkennslan gæti ekki veitt, þegar um van-
gefna nemendur er að ræða.
Börn, sem eru með GV 75—50 eru oft eitthvað afbrigði-
leg í fasi og jafnvel útliti og bera því með sér hæfileika-
skortinn. Kennurum og öðrum uppalendum hættir oft til
að álíta, að tilgangslaust sé að reyna að kenna þessum
börnum. Börn á þessu gáfnastigi eru að miklu leyti ófær
til bóklegs náms. Hins vegar er hægt að æfa hjá þeim verk-
lag og vinnuhæfni, svo að þau verði fær um að leysa ein-
föld störf af hendi. Þessi börn hafa oft einhvern hæfileika,
sem getur orðið inntak lífs þeirra, ef hann nær að þrosk-
ast til hins ýtrasta. Þessi börn ættu ekki að vera fleiri en
8 í deild. Handbragð, athyglisþjálfun og líkamsæfingar
eru höfuðviðfangsefnin.
Börnin með GV 50 og lægri eru ekki skólahæf. Þessi
börn þarfnast umönnunar eða hjúkrunar á heimilum sín-
Urn eða hælum. Vandamál þeirra verða því ekki rædd hér
bánar.
Auk þeirra barna, sem reynast afbrigðileg um greind