Menntamál - 01.12.1958, Page 108
160
MENNTAMÁL
barna, sem erfiðlegast sækist skólanámið. Ég hneigist til
þeirrar skoðunar, að hverjum kennara, sem trúað er fyrir
hóp vangefinna eða afbrigðilegra barna, sé sýndur mikill
trúnaður. Próf. Heinrich Hanselmann segir í bók sinni
SorgenJcinder: „Hinir óduglegu kennarar, sem ekki hafa
reynzt vel við kennslu „norrnal" barna, eru ekki nógu góð-
ir handa afbrigðilegum börnum. Aðeins beztu kennararnir
eru nógu góðir til að kenna þeim.“ Sá skilningur ryður
sér svo til rúms í Sviss, að þeir kennarar, sem kenna af-
brigðilegum börnum þar, fá mun hærri laun en aðrir
kennarar. Þetta fyrirkomulag er haft til þess, að frekar
sé hægt að velja úr þeim hópi, sem til þessara starfa býðst.
I þessu felst einnig viðurkenning á því, að þetta sé vanda-
meira og oft erfiðara starf en venjuleg kennsla.
Mörgum virðist álitamál, hvort afbrigðileg börn eiga að
stunda nám í sérdeildum í barnaskóla viðkomandi skóla-
hverfis eða setja eigi á stofn sérskóla fyrir þau. Börn,
sem hafa GV 70 og þar yfir, eiga að stunda nám í skóla
viðkomandi skólahverfis, nema sérstakar uppeldisað-
stæður leyfi slíkt ekki. Flest þessara barna myndu finna
til þess um of, ef farið væri öðruvísi með þau en venju-
leg (normal) börn. Sem fullorðið fólk verða þessi börn að
standa á eigin fótum og stunda vinnu á meðal hinna betur
gefnu. Þess vegna er þeim hollt að umgangast þá strax í
bernsku. Vegalengdir hafa einnig sitt að segja í þessu
sambandi, og er óþarfi að skýra það nánar.
Sumir telja, að það dragi úr árangri í kennslu og upp-
eldi þessara barna, að hóparnir, sem hjálpa þarf, eru
smáir og dreifðir. f þessu felst dálítill sannleikur, en séu
þessi mál undir einni stjórn, verður árangurinn sízt minni,
þótt hóparnir séu dreifðir.
Börn, sem bera með sér vanþroska og greindarleysi, þ.
e. þau börn, sem hafa GV milli 70 og 50, ættu að stunda
nám í sérskólum eða stofnunum. Hin annarlega fram-
koma þessara barna veldur því, að önnur börn gera oft