Menntamál - 01.12.1958, Page 110
162
MENNTAMÁL
MITCHELL BEDFORD:
Skólamál í Bandaríkjunum.
Höfundur eftirfarandi greinar er Mitschell Bedford, kennari við
National College of Education í Evanston, lítilli borg í jaðrinum á
Chicago. National College í Evanston er kennaraskóli, og býr nem-
endur sína undir barnakennslu. Þetta er einkaskóli. Virtist mér kenn-
araliðið sérstaklega vel menntað, sinnugt og áhugasamt. Bedford er
guðfræðingur og sálfræðingur að menntun og glæsilegur kennari. Á
s.l. vetri gætti mjög ýmiss konar gagnrýni á skólaháttum í Bandaríkj-
unum. Sú gagnrýni kom ekki sízt frá leikmönnum. Ég fór þess á leit
við próf. Bedford, að hann skrifaði grein fyrir Menntamál um horf-
ur í bandarískum uppeldismálum. Rannveig Jónsdóttir stud. philol.
hefur þýtt greinina, og er skylt að þakka báðum, höfundi og þýðanda.
Ritsj.
„To every man there openeth a way, and ways, and a way.
And the high soul climbs the high way and the low soul
gropes the low way, and in betweeji on misty flats the
rest drift to and fro."
ÞaS er ekki tilgangur þessarar ritsmíðar að benda á,
hvaða þjóðfélagsskipun leiti á brattann og hver feti lægri
stigu, ef um slíkt getur verið að ræða. Markmið ritgerð-
ar þessarar er að ræða um eitt fræðslukerfi, sem er á
reiki án samræmdrar stjórnar og markmiða. Því þannig
er ástandið vissulega í bandarískum menntamálum.
En lesandinn verður að minnast þess, að þau forrétt-
indi að vera á nokkru reiki og án strangrar stjórnar eru
Ameríkumönnum mjög hjartfólgin.
Víðast hvar í heiminum eru fræðslukerfi skipulögð af
hinu opinbera. Bandarísk menntun átti upptök sín á