Menntamál - 01.12.1958, Side 111
menntamál
163
landamærum framherjanna (the frontier). Hún óx og
dafnaði meðal einstaklinga, er bundust samtökum um að
stofna héraðsskóla undir eigin stjórn, og voru skólar
þessir í samræmi við hinar sérstöku þarfir þeirra. Banda-
ríkjamenn eru næstum jafn fastheldnir á réttinn til að
stjórna og marka stefnu hinna bandarísku skólamála og á
trúarskoðanir sínar. Þess vegna er skólastarfinu stjórnað
af mörgum þúsundum skólanefnda, og þær starfa sjálf-
stætt. En sambandsstjórnin hefur hreint ekkert eftirlit
með starfi skólanefndanna (nema þær taki upp stefnu,
er brýtur í bág við stjórnarskrána). Stjórnir einstakra
ríkja hafa lauslegt eftirlit með skólanefndunum, er þar
starfa. Af þessari ástæðu er nær óframkvæmanlegt að
hafa samræmda stjórn á fræðslu opinberra skóla í Banda-
ríkjunum.
Til þess að skilja, hvað er að gerast í bandarískum
fræðslumálum, þarf ekki aðeins að gera sér grein fyrir,
hversu sundurleit þau eru, heldur einnig af hvaða rótum
núverandi fræðsluhættir eru runnir. Svo slíkt megi tak-
ast, verður að líta á þróunina í ýmsum hlutum þessa geysi-
stóra lands.
Fræðslan, svo sem hún er nú — skyldunám, nemend-
um að kostnaðarlausu, eins fyrir öll börn án tillits til
fjárhagsástæðna eða gáfnafars, kynþáttar eða trúar-
bragða — á rætur sínar að rekja til Nýja-Englands. En
þar stofnaði þróttmikið fólk, sem kallað er pílagrímar eða
Puritanar, nýlendur á 17. öld. Þessir trúuðu menn, er
höfðu sagt sig úr lögum við ensku biskupakirkjuna og kall-
aðir voru skilnaðarmenn, höfðu fengið nóg af afskiptum
hins opinbera af trúarskoðunum sínum. Því reyndu þeir
að vernda anda einstaklingshyggj unnar, er nýlendur
v°ru stofnaðar. Þessir uppreisnarmenn í trúmálum
reyndu að útbreiða trúarsetningar sínar og kenningar
hvarvetna í nýlendum sínum. Töldu þeir sig hafa flutzt
frá Englandi til þess að halda frelsi sínu í trúmálum.