Menntamál - 01.12.1958, Síða 112
164
MENNTAMÁL
Rökrétt afleiðing þess var, að allir, sem voru á öndverðri
skoðun, skyldu flytjast burt úr nýlendunum (eins og
Roger Williams gerði, er hann stofnaði nýlenduna á
Rhode Island). Þessir traustu baráttumenn, sem styrkzt
höfðu við fastheldni á trúarskoðanir sínar, höfðu samt
sem áður tendrað loga frelsisins. Þó að puritanar væru
um þessar mundir aðeins 10 af hundraði nýlendubúa Nýja
Englands, leiddi þetta brátt til þeirra róttæku breytinga,
að farið var að leggja áherzlu á algert trúarbragðafrelsi
(vitanlega með því skilyrði, að það bryti ekki um of í
bág við settar venjur).
Þegar landnemarnir höfðu numið land, sáð og hlotið
góða uppskeru, Indíánarnir verið sigraðir og bjarma tók
af menningunni á strönd Ameríku, skildu þeir brátt nauð-
syn þess að veita börnum sínum fræðslu.
Ef til vill hefur engum verið uppfræðslan jafnnauðsyn-
leg og þessum fríþenkjandi landnemum, er trúðu því,
að sérhver maður yrði að frelsast í samræmi við það, sem
Guð hefði fyrirbúið honum. íbúum Nýja Englands varð
ljóst, að ekki var mögulegt að frelsast á svo sjálfstæðan
hátt, nema þeir gætu lesið Biblíuna. Sú staðreynd, að
frelsun var nauðsynleg, olli því að landnemarnir settu
mjög snemma lög um stofnun skóla, og skólar þessir
skyldu vera opnir öllum börnum byggðarlaganna. Á 17.
öld voru „Deluder Satan“-lögin sett, til þess að börnum
yrði unnt að frelsast og forðast djöfulinn með því að læra
að lesa Biblíuna. Þetta varð upphafið að barnaskólahreyf-
ingunni.
Landnemarnir komust í vandræði, þegar að því rak,
að börn þeirra þurftu að fara í framhaldsskóla. Það
voru engir framhaldsskólar í Nýja Englandi. Ef ungling-
arnir áttu að hljóta æðri menntun, varð að senda þá til
útlanda, þ. e. a. s. til Englands. Að fara aftur til Eng-
lands jafngilti afturhvarfi til ensku biskupakirkjunnar,
sem stjórnaði flestum heimavistar-menntaskólunum. Skól-