Menntamál - 01.12.1958, Side 116
168
MENNTAMÁL
voru úr hinni geysifjölmennu millistétt, og þeir fundu
brátt, að svona „gagnslaus" menntun gat ekki staðizt til
lengdar. Á 18. öld urðu nýlendurnar á Nýja Englandi
siglinganýlendur, og það varð mikil eftirspurn eftir ung-
um mönnum, er kynnu erlend tungumál, bókfærslu, reikn-
ing, landafræði og stjörnufræði. f fyrstu voru stofnaðir
einkaskólar, þar sem kennt var á ensku og áherzla lögð á
fræði, er lúta að verzlun. En landnemarnir höfðu ekki efni
á að fara í einkaskóla. Að lokum urðu opinberu skólarnir
að láta undan síga með hið latneska námsefni og gera mála-
miðlun. Smám saman breyttust latínuskólarnir í mennta-
skóla, þar sem lögð var áherzla á enska tungu, nýju málin,
reikning, sögu, landafræði og bókmenntir. Samt sem áður
var „gagnslausa" menntunin ekki alveg lögð á hilluna. í
skólum Nýja Englands var því lögð mikil áherzla á bók-
legar greinar, sem ekki lutu að verzlun eða öðrum hag-
nýtum efnum.
Frá upphafi landnámsins og fram á 20. öld hefur hörð
lífsbarátta og breytileg landamæri haft mikil áhrif á hugi
Bandaríkjamanna og sett hrjúfan blæ á lífsviðhorf al-
mennings.
Þegar landnemarnir héldu inn í landið með fjölskyldur
sínar, urðu þeir oft að brjótast áfram af eigin ramleik.
Þeir voru einir í ókunnu landi, sem oft var byggt óvinum.
Þeir urðu að treysta eingöngu á getu sína, skynsemi, að-
lögunarhæfi og gæfu. Landamæri framherjanna gerðu
þá að sjálfstæðum einstaklingum og það, sem meira var
um vert, að hagsýnum mönnum. Framherj inn átti sitt ekki
undir hugsjónum, heldur þeim hyggindum, sem í hag
komu.
Á hinum víðfeðmu landamærum stoðaði lítið að kunna
latínu, grísku eða rit Cícerós, þegar byggja þurfti kofa,
kanna landið, hirða uppskeruna og fara með hana á mark-
að. Latínan kom að litlu haldi í baráttunni við Indíánana.
En samt sem áður, ef framverðirnir, er á landamærunum