Menntamál - 01.12.1958, Page 119
MENNTAMÁL
171
Allur hugsanaháttur Bandaríkjamanna einkenndist af
hinni hrjúfu einstaklingshyggju frá landamærum fram-
herjanna og þeirri áherzlu, sem lögð var á einstaklingsaf-
rek og að ryðja úr vegi þeim tálmunum, er frá náttúrunn-
ar hendi verða á vegi fólks, sem er að skapa nýja þjóð.
Ennfremur var tæplega hægt að ásaka landnemana og
innflytjendurna fyrir að vera áhangendur ensku biskupa-
kirkjunnar eða að þeir færu troðnar slóðir og væru svart-
sýnir á framtíðina.
Menntun í Bandaríkjunum var gegnsýrð hugmyndinni
um dugnað einstaklingsins í námsgreinunum. Til skamms
tíma skipti engu, hver nemandinn var eða hver vanda-
mál hans voru, svo framarlega sem hann sýndi dugnað
í hinum opinberu skólum. Aðaláherzlan var lögð á góð-
an árangur á prófum og það að ná tökum á námsgrein-
inni, sem fengizt var við hverju sinni. Þessu fylgdi ein-
staklingshyggja. Börnin áttu að rækja námið af eigin
hvöt með eins litlum leiðbeiningum frá kennaranum og
mögulegt var að komast af með. Hópvinna og samvinna
meðal bandarískra nemenda var svo að segja óþekkt fyrir-
brigði fram á síðustu áratugi.
Menntun Bandaríkjamanna hefur alltaf einkennzt af
þeirri bjartsýnu trú, að allt og sumt, er þurfi til
að komast til mannvirðinga eða hljóta frama í lífinu, sé
fullkomnari menntun. Hinir fátæku innflytjendur börð-
ust við að tryggja börnum sínum eins góða menntun og
ftiögulegt var. Þeir voru ávallt öruggir í trú þeirri, að
Bandaríkin væru land auðs og allsnægta, ef ekki fyrir þá
sjálfa, þá að minnsta kosti fyrir börn þeirra.
Engin eiginleg stéttaskipting ríkir í skólum Bandaríkj-
anna, og því hefur öllum börnum og unglingum verið leyft
að umgangast hvert annað, til þess að þeir auðugu geti
kynnzt hinum efnalitlu, hvíti drengurinn hinum litaða,
afkomandi „bandarísku landnemanna" syni „innflytjand-
ans“. öll þessi börn kynnast vandamálum hvers ann-