Menntamál - 01.12.1958, Síða 120
172
MENNTAMÁL
ars meðan þau eru í hinum opinberu skólum. Þau kynn-
ast styrk og veikleika hvers annars, og þess vegna finnst
mörgum, að skólinn, þ. e. a. s. skyldunámið, sem er nem-
endum að kostnaðarlausu og jafnt fyrir alla, hafi orðið
meir en nokkuð annað til þess að koma á jöfnuði og minnk-
andi stéttaríg meðal þjóðarinnar.
Eftirfarandi atriði hafa verið einkennandi fyrir banda-
rísk viðhorf og uppeldi síðastliðin hundrað ár: 1. Jafn-
rétti — allir menn eru skapaðir jafnir. 2. Sjálfstraust.
3. Trú á framtak og atorku. 4. Átthagatryggð og einstak-
lingshyggja. 5. Eirðarleysi — óljós grunur um, að á
næsta leiti megi finna betri aðferð til að verða við þörfum
skólabarnanna. 6. Trú á framtíðina, og í 7. lagi eru Banda-
ríkjamenn í aðra röndina fúsir til að segja skilið við gaml-
ar erfðavenjur og leggja út á nýjar, heillandi brautir.
Nú eru umbrotatímar í menntamálum Bandaríkjanna,
og miklar umræður um framtíðarskipun menntunar þar
í landi. Fyrir meira en hálfri öld hurfu landamæri
framherjanna úr sögunni. Nú heyrist ekki lengur berg-
mála um gjörvallt landið hið eggjandi kall: „Farðu vest-
ur á bóginn ungi maður“. Það er ekki lengur mögulegt
fyrir mann eins og Daniel Boone (stofnanda Kentucky-
ríkis) að taka sig upp af jörð sinni til að nema ný land-
svæði, vegna þess eins að hann fékk nágranna, er settist
að í 12 mílna fjarlægð. Ekki þarf lengur að ryðja stór
landsvæði, berjast við Indíána eða skapa stórveldi og auð-
æfi með því að brjóta nýtt land til ræktunar.
Bandaríkjamenn þurfa ekki lengur að glíma við þann
vanda, hvernig eigi að beizla náttúruna, brjóta land til
ræktunar eða reisa stórborgir. Nú blasir við þeim annað
vandamál, en það er fólkið sjálft.
Þetta er nýtt vandamál, því að 1 raun og veru stafar
einstaklingseðli mannsins nokkur hætta af að lifa í múgn-
um. Einstaklingurinn verður að laga sig eftir aðstæð-
um. Hann getur ekki breytt ásjónu heimsins í einni svip-