Menntamál - 01.12.1958, Blaðsíða 121
menntamál
173
an. Hann verður að hafa samvinnu við aðra menn. Auð-
æfi einstaklingsins eru ekki lengur bundin við afrakstur
.jarðar, heldur það, hve vel hann kemur sér áfram meðal
fólks, en það reynist oft mjög erfitt.
í bók sinni „Hinn einmana múgur“ lýsir David Ries-
man því, sem gerist í menningarþjóðfélagi, er glíma á við
þann vanda að sinna þörfum og vandamálum fólksins í
stað þess að berjast við náttúruöflin.
I barnaskólum Bandaríkjanna er ekki lengur talið nauð-
synlegt að vera duglegur við námið. Duglegur nemandi
kynni að vera að bæta upp einhvern persónugalla,
sem kennari með þekkingu í nútíma sálarfræði ætti að
rannsaka nánar. Oft er starf barnaskólanna skipulagt í
samræmi við námsefni, sem valið er frá sálfræðilegu sjón-
armiði, svo að nemendur geti lært þá hluti, sem þeir eru
sjálfir í nánum tengslum við. Á síðastliðnum árum hefur
námsefnið í opinberum skólum breytzt úr þurrum við-
fangsefnum í hagnýt viðfangsefni, er snerta manninn
sjálfan. í fyrsta bekk er kennt um hreppsfélag nemand-
ans, í öðrum bekk um borgina eða héraðið, því næst um
ríkið, þá um þjóðina og að lokum um heiminn. Fræðslan
er miðuð við áhugamál og þarfir barnanna. Þegar hætt
var að leggja aðaláherzlu á dugnað og farið að hugsa mest
um sálrænar þarfir barnanna, var byrjað að leggja áherzlu
á sérmenntun, einkum vegna seinþroska barna. Bandarískir
kennarar urðu að gera sér alvarlega grein fyrir, hvers
hægt væri að vænta af seinþroska börnum svo og treg-
gáfuðum börnum. Með því hefur komið fram krafa um
sérstaka bekki fyrir seinþroska börn og að öllum börnum
væri skipað niður eftir hæfileikum. Þessi skipting eftir
hæfileikum hefur oft mætt andstöðu hjá alþýðu manna,
°g vissulega má vera, að hún sé ólýðræðisleg.
Kennarar hafa einnig borið fram þessa spurningu:
Hvernig getum við fellt börn? Margs ber að gæta, þegar
uemandi fellur á prófi. Þess er krafizt í lögum, að öll