Menntamál - 01.12.1958, Page 122
174
MENNTAMÁL
börn gangi í skóla. Ef barn hefur ekki hæfileika til að
sinna skólanum á „viðunandi" hátt, hvað svo sem átt er
við með því, hversu særum við þá ekki stolt þess, er við
segjum, að það hafi fallið. Vel má vera, að barnið hafi
gert eins vel og það gat. Vissulega eru vonbrigði óum-
flýjanleg í þessum heimi, og enginn kemst hjá að kynnast
þeim éinhvern tíma. En þurfum við að neyða börnin með
lagaákvæðum til þess að valda sjálfum sér og öðrum von-
brigðum, eða eigum við einfaldlega að ætlast til, að þau
geri sitt bezta og gefa þeim vitnisburð fyrir úrlausnir í
samræmi við getu þeirra? Nákvæmar sálfræðilegar rann-
sóknir hafa farið fram í sambandi við vandamál þau, er
skapast þegar börn eru felld. Barnið dregst aftur úr jafn-
öldrum sínum og er neytt til að vera í bekk með yngri börn-
um, þar sem það lendir oft í félagslegum örðugleikum. Ef
barnið skorti raunverulega hæfileikann til að læra, mundi
það halda áfram að falla þar til það skæri sig mjög úr,
hvað aldur snerti. Einhvern tíma yrði neyðzt til að láta
barnið ná prófi, til þess að losna við það eða þegar það
kæmist af skólaskyldualdri yrði barninu ráðlagt að hætta
námi. Rannsóknir hafa sýnt, að barn lærir meira og nær
betri árangri, ef það fylgist með jafnöldrum sínum en ef
það er látið sitja eftir í bekk.
Sem svar við þessu vandamáli og upphaf á alveg nýrri
leið í fræðslumálum var farið að taka meira mark á fé-
lagslegri aðlögun barnsins en árangri í námsgreinum skól-
ans. Börnin fluttust sjálfkrafa upp úr bekk með jafnöldr-
um sínum. Einkunnagjafir biðu tjón af því í heild, er fall-
einkunnir voru afnumdar úr einkunnakerfinu. Nú á dög-
um er hneigzt til þess að gefa ekki einkunnir, heldur
bjóða foreldrum til viðtals við kennarana til að komast
að raun um, hvernig félagsleg aðlögun barnanna sé meðal
jafnaldranna og hvernig þeim semji við annað fólk. Náms-
árangur barnanna er skráður í samræmi við hæfileika
þeirra sjálfra, en ekki með samanburði við aðra.