Menntamál - 01.12.1958, Page 124
176
MENNTAMÁL
samkeppni er látin þoka fyrir samvinnu meðal nemenda
í bóklegum greinum og í leikjum.
I barnaskólum í Bandaríkjunum er beitt „sálfræðileg-
um“ aðferðum, í háskólunum ríkja strangar kröfur verk-
efnanna. Nemendum hefur verið kennt að keppa ekki, en
þegar þeir koma í háskólann er svipan á lofti. Þessi stað-
reynd ruglar marga bandaríska háskólastúdenta í rím-
inu. Það er ekki aðeins háskólastúdentar, sem eiga erfitt
með að átta sig á því, að þegar í háskólann kemur, er
lögð áherzla á allt aðra hluti en áður. Mikill hluti banda-
rísku þjóðarinnar reynir enn að halda í sjónarmiðin, sem
þróuðust á landamærum framherjanna, og þessu fólki
blöskrar, hvernig farið er að leggja áherzlu á annað er
áður var hinum opinberu skólum. Margir þeir, sem gagn-
rýna skólamálin í dag, bera enn merki þeirrar menntunar,
er þróaðist á landamærum framherjanna.
Skólaskyldan fékk meira gildi, eftir því sem þjóð-
félagsskipanin varð traustari og aðstaða varð til þess að
setja lög um barnavinnu og framkvæma þau. Er líf manna
varð margbrotnara og eftirspurn jókst eftir mennt-
uðum mönnum og meira var af þeim krafizt, þá fjölgaði
nemendum geysilega í opinberum skólum. Öll bandarísk
ungmenni gengu í skóla, en ekki aðeins þau, sem ætluðu
að undirbúa sig undir háskólanám. Þegar ró færðist yfir
þjóðlífið eftir rósturnar á landamærum framherjanna, fóru
kennarar að brjóta heilann um, hvað kenna skyldi börn-
unum í hinum opinberu skólum. Grundvallarreglan um
jafnrétti var komin fram — sérhver maður hafði rétt, —
jafnvel skyldu, — til að menntast; en hinn einfaldi skiln-
ingur á jafnréttishugtakinu stangaðist óþyrmilega á við þá
staðreynd, að ekki var unnt að miða menntun alþýðu við
þá fáu, sem ætluðu að stunda háskólanám. Fram um 1930
var námsefni gagnfræða- og menntaskólanna eingöngu
miðað við undirbúning undir háskólanám. Samt urðu það
þúsundir og brátt milljónir unglinga í gagnfræða- og