Menntamál - 01.12.1958, Síða 125
menntamál
177
menntaskólunum, sem ekki ætluðu að stunda æðra nám,
og þess vegna var ekki orðið við þörfum þeirra, hvað
menntun snerti.
Farið var að nota slagorðið — menntun fyrir öll banda-
rísk ungmenni — en það þýddi, að sérhvert barn skyldi
fá menntun, sem það raunverulega þarfnaðist til að búa
sig undir lífið. Þannig hófst í Bandaríkjunum ýmiss kon-
ar hagnýt sérmenntun, t. d. verzlunarnámskeið, húsmæðra-
fræðsla, akstursnámskeið, fræðsla um hættur eiturlyfja-
notkunar og fræðsla um hvernig stofna skuli farsælt hjóna-
band. Latínan hætti að vera mikilvæg, því að hún er eigin-
lega munaður, sem sá einn hefur efni á að veita sér, sem
þegar hefur komið ár sinni fyrir borð.
Atómöldin hefur skapað fleiri vandamál. Nú eru til ýmis
konar rafeindavélar, stórar og margbrotnar, sem kosta
svo mikið fé, að skólarnir hafa ekki efni á að kaupa slík
tæki. Kennarar álíta samt sem áður, að nemendur í gagn-
fræða- og menntaskólum geti haft mikið gagn af að kynn-
ast slíkum vélum. í Alleghany héraði í Pennsylvaniu er ver-
ið að sigrast á þessu vandamáli þannig, að nokkur skólahér-
uð sameinast um að byggja verulega góðan iðnskóla bú-
inn beztu rafeindavélum, sem unnt er að fá. Nemendur,
sem kjósa að taka námskeið í rafeindafræði, munu þá
vera hálfan daginn í heimaskóla sínum og læra bóklegar
greinar. Því næst verður þeim ekið í skólabílum í iðnskól-
ann, þar sem þeir stunda nám seinni hluta dags. Þetta lof-
ar góðu, ef unnt verður að koma áætluninni í framkvæmd.
Þetta bendir okkur á nýja stefnu í menntun í Banda-
ríkjunum, og leiðir hana af greiðari samgöngum en áður
var. Nú á dögum eru hin smáu skólahéruð orðin of mörg
og úrelt. Víða þykir það hagkvæmt og nauðsynlegt, að
fleiri en eitt skólahérað bindist samtökum og leggi fram
fé sameiginlega til þess að öðlast þau hlunnindi að hafa
ftiargþætt og fjölbreytilegt skólastarf. Því fer skólahér-
uðunum út um landsbyggðina fækkandi og fylkin taka sí-
12