Menntamál - 01.12.1958, Page 129
menntamál
181
verið.“ Þegar félagar Þorgeirs náðu honum, höfðu þeir
frétt um vígið. Þeir spurðu Þorgeir, hvers vegna hann
hefði manninn vegið, og hvort hann hefði átt nokkurs að
hefna. — Þá gefur Þorgeir þetta dæmalausa svar: „Eigi
hafði hann nokkurar sakar til móts við mig, en hitt var
satt, að ég mátti eigi við bindast, er hann stóð svo vel til
höggsins.“---------
--------Ég ætti víst að biðja afsökunar á þessari fjar-
stæðukenndu líkingu, en ég get þó ekki neitað því, að
stundum flýgur mér þessi saga í hug, þegar ég heyri
ómilda og lítt rökstudda dóma um störf og einkalíf kenn-
ara.---------
En sannleikurinn er sá, að kennarar liggja vel við höggi.
— „Þeir standa vel til höggsins", eins og Þorgeir Hávarðs-
son sagði.---------
í starfi sínu komast þeir í nána snertingu, en oft litla
hynningu við f jölda heimila og aðstandendur barna-----
Ég sagði nána snertingu, en litla kynningu — og það
er oft einmitt of lítil kynning, sem veldur ómildum dómum.
--------Það er líka eftirtektarvert, að margir, sem
minnst hafa kynnt sér kennslumál og störf kennara, eru
oft harðastir í dómum sínum.
--------Eina setningu heyri ég oftar en nokkra aðra,
þegar rætt er um kennara: „Hann væri alveg ágætur, ef
hann væri ekki svona og svona. — Ef hann væri ekki að
vasast í pólitík, — ef hann væri ekki á kafi í búskapnum,
— ef hann væri ekki hlaðinn alls konar aukastörfum.“ —
Ég veit, að allir skilja það af þessum stutta inngangi, að
eg tel, að kennarar megi gera sér það ljóst, að þeir eru
undir smásjá fólksins, sem þeir vinna fyrir og vinna hjá.
Énginn kemst hjá mati fólksins, og má segja, að það sé
ekki síður lán en verðleikar, sem veldur því, hvernig dóm-
urinn fellur.----------