Menntamál - 01.12.1958, Qupperneq 130
182 MENNTAMÁL
Ég tel því, að ekki sé illa varið nokkru rúmi í Mennta-
málum til að hugleiða þetta efni.
Allir menn þrá hamingju, en undirstaða að hamingju-
sömu einkalífi er að vera hamingjusamur með lífstarf
sitt. Alveg sérstaklega á þetta við um kennarastarfið. —
Lífsglaður og hamingjusamur kennari er að öðru jöfnu
betri fræðari og leiðtogi nemenda sinna, og hann veitir
þeim, ef til vill án þess að vita það sjálfur, hlutdeild í lífs-
gleði sinni og hamingju. — En sá kennari, sem lítur á lífs-
baráttuna sem andstreymi og lífið sem táradal, getur oft
fengið þeim sorgar, sem hann vildi helzt gleðja, og for-
myrkvað saklausar gleðistundir æskunnar. Lífsskoðun
og sálarástand kennarans hefur meiri áhrif á nemandann
en flestir gera sér ljóst. — Eftir þessar hugleiðingar sný
ég þá máli mínu að höfuðefni þessa erindis, að ræða um
sumarleyfi og tómstundir kennara.---------
Sumarleyfi íslenzkra kennara eru að jafnaði þrír til
fimm mánuðir, og þeir einir kennarar hafa full laun, sam-
kvæmt launalögum, sem kenna minnst 9 mánuði. — Það
liggur því í augum uppi, að þeir kennarar, sem kenna
skemmri tíma en 9 mánuði, verða að nota sumarleyfið
sér til tekjuaukningar, ef miðað er við það, að full kenn-
aralaun eigi að duga til að framfleyta meðalheimili. —
Um þá kennara, sem kenna 9 mánuði og hafa full laun,
og þörf þeirra til að nota sumarleyfið sér til tekjuauka
eða arðbærrar vinnu, má aftur deila. — En sú mun þó
reynslan, að þeir hafi þess líka fulla þörf, þar sem kenn-
aralaunin hrökkvi ei til að framfleyta heimili eftir þeim
kröfum, sem almennt eru gerðar til lífsþæginda. En því
ræði ég um þetta hér, að almennt mun hafa verið litið svo
á, er launalögin voru sett árið 1946, að kennarar ættu að
nota sumarleyfið sér til þroska, lærdóms og hvíldar, en
ekki til arðbærrar vinnu.
í nágrannalöndum vorum, Englandi og Norðurlöndum,
er í raun og veru ekki um neitt sumarleyfi að ræða hjá