Menntamál - 01.12.1958, Page 131
MENNTAMÁL
183
kennurum, sem nota mætti til arðbærrar vinnu, svo að
hjá þeim kemur það aðeins til greina, hvernig þeir verja
tómstundum sínum.-----------
Á ferð minni um Svíþjóð sumarið 1946 hitti ég fjölda
kennara og kynntist allmörgum persónulega. Þessir kenn-
arar voru eins og allir menn ólíkir um margt, og við
stutta kynningu getur maður naumast metið menn rétt, en
það þóttist ég finna, að allir beztu kennararnir ættu sér
ætíð eitthvert sérstakt hugðarefni (hobby), sem þeir ein-
beittu sér að í tómstundum sínum og á leyfisdögum.-----
í sambandi við þetta vil ég skjóta því hér inn í, að hugð-
arefnin geta vitanlega snert sjálft skólastarfið, þótt oft
snúist þau um ýmis málefni utan skólans.--------En ég
vil sérstaklega vekja athygli á því, að sá kennari er lán-
samur í starfi, sem á sér hugðarefni, — reglulegt tóm-
stundahugðarefni — í skólastarfinu sjálfu, innan veggja
skólans. — Ef kennari t. d. ann einhverri eða einhverjum
námsgreinum svo mikið, að þær verði honum, auk kennslu-
stundanna, sérstakt tómstundastarf, þá er ég þess full-
viss, að hann fær tómstundastarf sitt margborgað í auk-
inni virðingu nemenda sinna, meiri námsáhuga þeirra og
þökk aðstandenda. —
Það er t. d. ótrúlega mikils virði fyrir ungan kennara
að fá orð á sig fyrir framúrskarandi leikni í einhverri
námsgrein eða áhuga á henni. Og ég þykist hafa reynslu
fyrir því, að í fámennu skólunum, þar sem einn kennari
kennir allar námsgreinar, standi nemendur sig ætíð bezt
í þeirri námsgrein, sem er eftirlæti kennarans.----
-----Ég viðurkenni það, að kennara er nauðsynlegt að
vera jafnvígur eða vel vígur í öllum námsgreinum, en ég
vil þó benda kennurum á það, sérstaklega þeim ungu,
ef þeir hafa áhuga á einhverri námsgrein eða ná sérstakri
leikni í henni, að einbeita sér að því að fullkomna sig í
henni og gera sér námsgreinina eða námsgreinarnar að
veglulegu tómstundastarfi. — Er ég þess fullviss, eins og