Menntamál - 01.12.1958, Page 132
184
MENNTAMÁL
ég sagði áðan, að þau tómstundastörf fær kennarinn marg-
faldlega endurgoldin, ekki eingöngu með meiri námsáhuga
nemenda í þeirri námsgrein, heldur og í öllu skólastarfinu.
-----Ég tel þetta lögmál jafngilt, hver sem námsgrein-
in er; — hvort sem það er t. d. móðurmálið, stærðfræði,
saga, söngur, fimleikar, teiknun, smíði, — svo að eitthvað
sé nefnt. Hver og ein námsgrein fær nýtt líf og aukinn
áhuga nemenda, ef hún er eftirlæti kennarans.
Ég vík þá aftur að ádeilum á kennara um aukastörf, t. d.
þátttöku í pólitík eða landsmálabaráttu yfirleitt.---
Um þátttöku kennara í pólitík er það að segja, að vitan-
lega eru kennarar, eins og aðrir starfsmenn og embættis-
menn ríkisins, ráðnir til vissra starfa, og því má ekki
gleyma, að störf kennara eru bæði vandasöm og þeim
fylgir mikil ábyrgð, og þess vegna þarf hver kennari að
gæta þess, að önnur störf, hvort sem þau snerta pólitík
eða annað, dragi hvorki tíma eða áhuga of mjög frá
kennslustarfinu, sem er trúnaðarstarf. — Ég tek þó ætíð
með nokkurri varúð ádeilum á kennara fyrir slík efni, því
að oftast er það svo, þegar rætt er um þátttöku kennara
í pólitík, að þeir einir tala um það sem galla, sem eru and-
stæðir viðkomandi kennara í skoðunum, en hinum finnst
þetta ekkert athugavert, sem eru honum sammála.
Auðvitað eru kennarar líka eins og aðrir menn; þeir
vilja gjarnan afla sér fjár og frama, en sú leið virðist
yfirleitt lokuð, nema menn gefi sig annað hvort að pólitík
eða kaupsýslumálum.--------En ég vil þó taka það fram,
að það eitt að beita sér í pólitík, og baka sér ef til vill
óvild og andstöðu, leiðir ekki ætíð til frama og fjáröflunar,
því að segja má, að stjórnmálin séu eins og happdrætti,
að þar fái ekki allir stóra vinninginn, sem vænta hans.
Annars virðist happdrætti stjórnmálanna hafa fylgt
kennurunum hin síðustu ár, þar sem þrír af sex ráðherr-