Menntamál - 01.12.1958, Side 136
188
MENNTAMÁL
fara, jafnvel einn, á hestbak og láta gæðinginn fara á
rjúkandi tölti um glampandi ísa.
--------------Enginn getur rætt svo um tómstunda-
iðju á íslandi, að hann nefni ekki bækurnar. Meginið af
íslenzkri bókagerð er tómstundaiðja, og mörgum mann-
inum er það bezta tómstundaiðja að lesa bækur. — Fyrir
kennara er bóklestur sama og gróðrarskúr og áburður
fyrir töðuvöllinn. — Enginn kennari getur verið frjór í
starfi, nema hann lesi mikið. —
í bókmenntum standa íslendingar jafnfætis stórþjóð-
unum, og bókfræði og skáldskapur er samgróinn eðli ís-
lendinga, bæði fyrr og nú. Og þótt mikið sé nú lesið af
lélegu efni á íslandi af ungum og gömlum, þá er enn lesið
mikið af úrvalsbókum.------
Þessar sundurlausu hugleiðingar mínar um sumarleyfi
og tómstundir kennara, hafa víst þegar eytt nægum tíma
og rúmi. Ég vil þó enn auka við nokkrum orðum.--------
Jónas Jónasson lofaði Guð fyrir að ég skyldi komast á
gras, þegar ég festi kaup á óbyggðri eyju. Hann skildi
það vel, hvílík hamingja það er, þeim er lýjandi innistörf
stunda, að slitna ekki úr sambandi við lífið sjálft — hina
lífrænu náttúru, gróður jarðar, dýr og fugla.
-----í gömlum skóla í Vermalandi er þessi yfirskrift
yfir dyrum kennslustofu:
„Hlustaðu á þytinn í laufkrónum trjánna. Rætur þeirra
liggja djúpt. — þar átt þú líka rætur.“
í þessari setningu er sami grunntónninn og í bréfi Jón-
asar Jónssonar. — Borgarbúinn má þakka Guði fyrir að
komast á gras.---------
f sambandi við þessa kenningu vil ég að síðustu nefna
þá tómstundaiðju kennara, sem ef til vill er flestu æðri, —
og það er náttúruslcoðun. Hver sá kennari, sem hefur að-
stöðu til og áhuga á að eyða frístundum sínum í athugun