Menntamál - 01.12.1958, Page 137
MENNTAMÁL
189
á náttúrunni, — hefur yndi af grösum og dýralífi, —
hann flytur ætíð inn í líf nemenda sinna nokkuð af sínum
áhuga og yndisstundum. Hann opnar augu nemenda sinna
fyrir dásemdum náttúrunnar og fegurð, en það er þeim
hollt veganesti. Sá kennari vinnur í samræmi við það bezta
í fari hvers ungmennis. Hann er á réttri leið og vinnur
í þágu lífsins. —
Að síðustu nokkur ályktunarorð, sem mættu skoðast
sem heilræði til kennara.
Ég hef komizt að þeirri niðurstöðu, að flestir kennarar
séu þannig settir, að þeir verði að vinna í sumarleyfi sínu
til að sjá fjölskyldu sinni sæmilega farborða, en jafnframt
lagt á það áherzlu, að sú vinna má ekki vera á kostnað
aðalstarfsins. — Reynir þar mjög á þrek og lífsorku kenn-
ara að halda fullu fjöri og áhuga við kennslustörfin, þrátt
fyrir aukavinnu. — Varasamt er þó að ofhlaða sig með
aukakennslu á starfstíma skólanna. Hefur það stundum
farið illa með góðan kennara. —
Ég hef bent á það, að tómstundavinna, sem vel fellur
inn í sjálft skólastarfið, verði hverjum kennara hamingju-
vegur og göfgast tómstundastarf tel ég náttúruskoðun og
lestur góðra bóka.
Oft hef ég í viðtali við unga kennara bent þeim á það,
að einn höfuðkostur kennara í kennslustund væri að vera
sannur og eðlilegur í framkomu, og sama á vitanlega við
utan skólans. — Nemendur eru yfirleitt glöggir á að sjá
í gegnum leikhjúp í fasi kennara, og það jafnvel líka ungir
nemendur. — Ró og staðfesta í framkomu er undirstaða
að góðum aga, en góður agi og vinnufriður í kennslu-
stundum er lykillinn að góðum árangri í kennslu. — Að
vera vel að sér 1 námsgreininni er líka mikilsvert. Nemend-
ur fá traust á þeim kennara, sem aldrei er í vafa og er skýr
í frásögn. — Aldrei eiga kennarar þó að hika við að leið-