Menntamál - 01.12.1958, Page 139
menntamál
191
Skýrsla um UNESCO-£und.
Gunnar Guðmundsson yfirkennari var, að ráði menntamálaráðu-
neytisins, áheyrnarfulltrúi á fundi UNESCO-nefnda Norðurlanda í
Osló 9. og 10. ágúst s. 1. Hér fara á eftir kaflar úr skýrslu hans um
fundinn. Ritstj.
Norðurlöndin fjögur hafa nána samvinnu sín á milli í
UNESCO, og var að því stefnt á þessum fundi að samræma
sem bezt störf UNESCO-nefnda landanna og skipta verk-
um við undirbúning næstu aðalráðstefnu, sem verður í
París í haust. Vegna samvinnu sinnar og verkaskiptingar
koma norrænu löndin að nokkru leyti fram sem ein heild
í UNESCO, þótt hvert land hafi þar sitt atkvæði. Hafa
þau unnið ágæt störf og eru mikils metin innan samtak-
anna.
Mörg mál voru rædd á fundi þessum, oft var þeim aðeins
hreyft, þau kynnt fundarmönnum, en í annan stað var
leitað álits og sammælis fulltrúanna. Vík ég nú nokkrum
orðum að því helzta.
Rætt var um fjárhagsáætlun fyrir næstu tvö ár, og kom
fram skilningur á, að nokkur hækkun væri nauðsynleg, t.
d. til stofnana þeirra, sem starfa í Þýzkalandi (UNESCO
Institute for Education og UNESCO Institute for Youth).
Þá eru óskir vanræktu landanna um aðstoð og fyrirgreiðslu
svo margar og þörf fyrir hjálp svo brýn, að störfin verða
sífellt umfangsmeiri, er og vísindastarfsemi samtakanna
sívaxandi.
Talað var um nauðsyn á auknu starfi til verndar minni
hluta þjóðflokkum í ýmsum löndum, svo og kynflokkum,
sem ekki njóta jafnréttis. Enn fremur var rætt um sam-
eiginlega þjálfun á starfsliði samtakanna, t. d. með nokk-