Menntamál - 01.12.1958, Síða 140
192
MENNTAMÁL
urra mánaða námskeiðum, og hæfilega heildarlengd starfs-
tímans.
UNESCO hefur átt sinn þátt í rannsókn á kjarnorku
til friðsamlegra nota, og þykir nú ástæða til, að samtökin
leggi sitt lið við verndun gegn áhrifum skaðlegra geisla.
Fundurinn beindi því til UNESCO-nefnda þátttöku-
landa, að athuguð yrði samstaða um kjör norræns manns
eða einhvers annars í stöðu forstjóra UNESCO. Var ákveð-
ið, að gagnkvæmar tilkynningar yrðu um tillögur. Þá var
lýst á fundi samþykkt við tillögu Svía um, að frú Alva
Myrdal, ambassador, verði næsti fulltrúi Norðurlanda í
framkvæmdaráði UNESCO.
Þar sem Norðurlöndin hafa ekki bolmagn til að taka
hvert um sig þátt í öllum starfshópum (working parties)
aðalráðstefnunnar, skipta þau með sér verkum, eins og
bezt hentar. Lagði fundurinn til, að Svíar tækju að sér
störf í deild þeirri, sem fjallar um menntun á 10. aðalráð-
stefnu UNESCO í haust, Danir einbeittu sér að náttúru-
vísindum og ef til vill þjóðfélagsvísindum, Finnar að
menntun, fjöldakynnum og hafrannsóknum og Norðmenn
að menningarmálum, þar á meðal bókasöfnum, og ef til vill
þjóðfélagsvísindum. Sameiginlega munu Norðurlöndin sjá
um, að þaðan komi fulltrúar í alla starfshópa.
Fulltrúar frá Noregi, Danmörku og Finnlandi lýstu
stuðningi við þá ætlun Svía að bera fram á aðalráðstefn-
unni tillögur um nauðsynlega kennslu handa vangefnum
börnum (einkum blindum og heyrnarlausum), og verði
málið síðan rætt á IBE-fundinum í Genf 1959.
Þótt samkomulag væri ágætt á fundi þessum, gátu menn
þó ekki orðið á eitt sáttir um samnorrænt heiti á The
East/West Major Project, og vildi hvert land halda sínu
orðalagi.
Ákveðið var að hraða umsóknum um ferðastyrki frá
UNESCO og senda tillögur um ferðalög norrænna fræði-
manna til aðalstöðvanna í byrjun júlí. Rætt var um boð