Menntamál - 01.12.1958, Side 141
menntamál
193
indverska varaforsetans Sarvepalli Radakrishnan í fyrir-
lestraferð um Norðurlönd og lögð fram áætlun norsku
UNESCO-nefndarinnar um málið. Á fundinum kom fram
áhugi á kvenréttindastarfi í vanræktu löndunum, og var
m. a. rætt um gagnkvæmar heimsóknir húsmæðra frá
Seylon og Norðurlöndum og talið, að þær mundu vekja
mikla athygli. Var í því sambandi, og raunar oftar, minnzt
á nauðsyn þess að kynna almenningi á Norðurlöndum betur
en nú er gert starfsemi UNESCO og talað um útgáfu
tímarits í þeim tilgangi. Þá var einnig talað um sendi-
nefnd norrænna manna til Austurlanda.
Svíar lögðu fram sundurliðuð drög að dagskrá fyrir-
hugaðs fundar þeirra nefnda Norðurlandanna, sem fjalla
um gagnkvæm menningarkynni milli Austur- og Vestur-
landa, og voru þau rædd nokkuð.
Þá var að lokum rætt um að fá hina miklu sýningu The
Earth as a Planet til Norðurlanda.
Ég notaði þau tækifæri, sem gáfust, til að ræða við
fulltrúa frá hinum Norðurlöndunum um þátttöku þjóða í
UNESCO, og voru ummæli þeirra mjög á eina lund. Töldu
þeir samtökin meðal hinna merkari alþjóðasamtaka. Hing-
að til hefðu Norðurlöndin að vísu verið nær eingöngu veit-
endur í UNESCO, og væri þeim það sérstök ánægja, enda
væri þörfin á hjálp frá þeim, er betur mættu, svo brýn
°g sár, að engir mættu halda að sér höndum. Minntust
fulltrúar Noregs og Danmerkur þess með ánægju, að lönd
þeirra hefðu verið í samtökunum frá stofnun þeirra árið
1946, og hefðu þau þó engan veginn verið aflögufær fjár-
hagslega um þær mundir. Hins vegar væri vísinda- og
rannsóknastarfsemi UNESCO sífellt að verða þýðingar-
meiri og stærri í sniðum og kæmi öllum þjóðum að notum,
einnig þeim, sem betur þættu á vegi staddar. Stefndi óð-
13