Menntamál - 01.12.1958, Page 144
196
MENNTAMÁL
unnið til kl. 7. Kvöldin voru síðan notuð til fyrirlestra,
kvikmyndasýninga (Unesco-myndir) og skemmtana. Það
var því unnið minnst 6—7 tíma á degi hverjum og þótti
sumum allhart að gengið. Markmið fundarins var:
1. Að kynna þátttakendum gildi alþjóðlegs skilnings.
2. Að gefa þeim tækifæri til að skiptast á upplýsingum
og reynslu á þessu sviði, er þeir hefðu öðlazt í skóla-
starfi.
3. Að rannsaka með sérfræðingum markmið og aðferðir
við menntun, sem veita mundi nemendum betri skiln-
ing á öðrum þjóðum og kynþáttum.
Byrjað var á því að rannsaka kennslubækur. Hver hóp-
ur tók fyrir ákveðin verkefni til að vinna að, og var það
algjörlega eftir eigin vali. Var þetta að mörgu leyti mjög
skemmtileg athugun, en í annan stað heldur sorgleg. Kom
í ljós, sem og vitað var, að margt var rangt sagt og mörgu
þýðingarmiklu var sleppt í landafræðibókum, en einn hóp-
ur tók það sérstaklega fyrir. Aðrir hópar athuguðu, hvað
skrifað var um ákveðna sögulega atburði í hinum ýmsu
bókum, og þar reyndist niðurstaðan hin sama. Kennslu-
bækur í málum voru einnig til athugunar, og þó sérstak-
lega enskubækur, þar sem enska er fyrsta erlenda tungu-
málið hjá flestum Evrópuþjóðum. Þessar bækur einkennd-
ust flestar af því, hversu snemma þær byrja tungumála-
kennslu, eða við 11 ára aldurinn. Getum við áreiðanlega
margt lært á því sviði.
Margar bækur fengu harða gagnrýní og aðrar verð-
skuldað lof. Bækur okkar standa allmikið að baki erlend-
um bókum að útliti, sniði og efni, og eru það sérstaklega
barnaskólabækurnar, sem eru áberandi lélegar. Á meðan
nágrannaþjóðir okkar gera bækur sínar fjölbreyttar, fal-
legar og litríkar gerum við bækur okkar barna litlausar,
fráhrindandi og lítt eigulegar. Það skal sagt þessu til
sönnunar, að sérhver bók, er barn fær hér í barnaskóla,