Menntamál - 01.12.1958, Page 146
198
MENNTAMÁL
sum þeirra voru talin geta komið að gagni í kennslu uin
starf Unesco í heiminum.
Eftir þessa fróðlegu athugun var hafizt handa um sams
konar athugun á kvikmyndum, filmræmum og einstökum
myndum gefnum út að tilhlutan Unesco. Var þar um að
ræða kennslumyndir og upplýsingamyndir um starf Unesco
í mismunandi löndum. Fengu myndirnar yfirleitt harðari
dóma en hið skrifaða orð. Kom þar margt til, og sé ég
ekki ástæðu til að telja það upp. Aftur á móti gáfu sumar
þeirra ágæta hugmynd um hið þróttmikla og árangursríka
starf samtakanna.
Unesco hefur í athugun að semja handbók fyrir kenn-
ara, og á tveim seinustu fundum hafa verið starfandi
nefndir, sem gerðu tillögur varðandi efni slíkrar bókar.
Ekki er vafi, að slík bók yrði ánægjuefni allra kennara
og þeim til hjálpar í starfinu. Auk þessara beinu starfa
voru fluttir margir fyrirlestrar af starfsmönnum Unesco
í Hamborg, París, Miinchen og Osló og umræður leyfðar.
Var þar að finna mikinn fróðleik um hin ýmsu störf unn-
in á vegum samtakanna, og má segja, að okkur hafi birtzt
nýr heimur menningar og menntamála.
Þrátt fyrir mikla vinnu gafst mönnum gnægð tækifæra
til að kynnast, skiptast á skoðunum og segja frá reynslu
sinni, en á það lögðu forráðamenn Uneseco mikla áherzlu.
Fundurinn stóð í hálfan mánuð og þótti það hæfilega lang-
ur tími til starfs og kynna.
The United Nations Educational, Scientific and Cultural
Organization — UNESCO — var stofnsett 4. nóv. 1946
og er því réttra 12 ára um þessar mundir. Starf þessarar
stofnunar hefur haft drjúg áhrif á menntun og menningu
margra þjóða, beint eða óbeint. í hinum menningarsnauðu
löndum hafa samtökin hafizt handa um að byggja upp
menntun hinnar ungu vaxandi kynslóðar, en lönd þessi
eru fátæk og þess vanmegnug að geta af eigin ramleik
þjálfað menn til starfa. Hafa samtökin unnið markvisst