Menntamál - 01.12.1958, Page 151
MENNTAMÁL
203
keppni, heldur frelsi til að velja og hafna. — Nú eru til
ótölulegar stefnur og kenningar um framkvæmd og til-
gang leikfiminnar. Ein hin merkilegasta af þeim er sænska
stefnan, sem Ling er höfundur að. Leikfimi hans er erfið
og mótandi og þroskar með nemendum hlýðni og aga. Á
öndverðum meiði við hann er Frakkinn Laban, sem vill
fyrst og fremst losa leikfimina við öll merki hermennsk-
unnar, en hún setti í fyrstu svo mjög svip á hana. Laban
býður nemendum upp á frelsi um framkvæmd æfinga.
Hver um sig á þó að hreyfa sig á eðlislíkan hátt — í
hring, áfram, lágt, hátt, upp. — Þannig skapar hver nem-
andi eða iðkandi sína æfingu sjálfur og ber hún merki
persónuleika hans. Þarna nýtur sá feiti og stirði sín, vegna
þess að hann getur haft frjótt ímyndunarafl. Menn hafa
tekið margvísleg tæki í þjónustu sína við framkvæmd
leikfiminnar, en merkust þeirra er málið sjálft, er kenn-
arinn notar til þess að örva, skipa fyrir og leiðbeina.
Músik er nú mjög notuð. Hún eykur þá ljúfu nautn, sem
nemendur hafa af framkvæmd góðra æfinga. Hinn dular-
fulli, en dásamlegi máttur hrynjandinnar kemur betur í
ljós.
Leikfimi okkar íslendinga bar í fyrstu merki hermennsk-
unnar, en hefur nú losað sig við þau, enda hafa margir
nierkir og góðir leiðtogar íslenzkir starfað að fullkomnun
hennar og lagzt djúpt til að skilja tilgang hennar og eðli.
En sú staðreynd, hve margar stefnur og straumar hafa
niyndazt í sambandi við leikfimina, sýnir hve merkileg hún
er» enda er það ekki að furða, þar sem mannvitið sjálft
er með henni að þroska og viðhalda bústað sínum.
Hvernig á að haga kennslunni, svo að líkami barnsins
njóti góðs af ? Þessari spurningu hafa margir spreytt sig á
að svara, og við hana glíma íþróttakennarar, þegar þeir
Velja leikraunir. Ef ekki á að renna blint í sjóinn, verður