Menntamál - 01.12.1958, Side 153
MENNTAMÁL
205
er alkunnugt, að unglingar eru öðrum fremur klaufalegir
í hreyfingum. Þetta stafar af örum breytingum í líkama
þeirra. Hafi unglingurinn notið góðrar leikfimikennslu í
barnaskóla, eru mikil líkindi til þess, að minna beri á
klaufaskapnum. Boltaleikirnir, sem eru mjög vinsælir með-
al barna, þjálfa líka vel öryggi, viðbragðsflýti og útsjónar-
semi barnsins.
Einn aðalkostur við leikfimi og íþróttakennslu er sá,
að barnið getur veitt hreyfi- og athafnaþrá sinni útrás á
heilbrigðum vettvangi. Þetta á einkum við um kaupstaða-
börnin. Sveitabörnin fá fleiri tækifæri til frjálsra leikja
í faðmi náttúrunnar og öðlast fjölmargt í samskiptum sín-
um við hana. Þá kynnast börnin þeirri vellíðan, sem fylg-
ir böðum og hreinlæti.
Það er ekki ofsögum sagt, að íþróttakennurum er ær-
inn vandi á höndum, þegar þeir semja tímaseðilinn. Leik-
raunir breytast með aldri og þroska nemenda. Val leik-
rauna fyrir yngstu börnin kostar góða þekkingu á sálar-
lífi þeirra. Þær verða fyrst og fremst að vera skemmti-
legar, jafnframt því sem þær gefa styrk og fimi. Þessu til
skýringar vil ég minnast atviks, sem átti sér stað úti á
landi. íþróttakennarinn í þorpi einu kenndi börnunum mik-
ið af hinum svonefndu eftirhermuæfingum, sem eru fólgn-
ar í því, að börnin líkja eftir gangi dýra, hreyfingum farar-
tækja eða einhverjum verknaði. Einn faðirinn sá sýningu
barnanna, ofbauð þessi „skrípalæti“ og átaldi kennarann.
Hann skildi ekki, að kennarinn hafði valið leikraunum
barnanna það form, sem hæfði aldri þeirra. Slíkar tákn-
æfingar eru vinsælar meðal yngstu nemendanna. Að hanga
°g klifra á sérlega vel við börn á aldrinum 9—11 ára.
Sálarlegar eigindir barnanna eru fjölbreyttar eins og grös
vallarins. Ýmsar skuggaplöntur skjóta oft upp kolli, og
dlgresið virðist stundum ætla að kæfa nytjagróðurinn. Um