Menntamál - 01.12.1958, Side 160
212
MENNTAMÁL
er einkum skortur á stærðfræði- og eðlisfræðikennurum,
og horfir þar til stórvandræða vegna þess, hve margir
nemendur leita einhvers konar tæknimenntunar, og fer sá
hópur stöðugt vaxandi. Tækniráðið hefur komið fram með
tillögur um að launa þessar stöður betur en aðrar.
Launanefnd opinberra starfsmanna, sem skipuð var
1954, er nú að ljúka störfum, og mun álit hennar koma
fram 1958. Kennarar vænta nokkurra kjarabóta og benda
í því sambandi einkum á kennaraskortinn sem merki þess,
að gera þurfi kennarastöður eftirsóknarverðari.
Þótt margir skólar séu byggðir er þörfinni engan veg-
inn fullnægt, og valda fjárhagsástæður mestu þar um.
Nefnd, sem fjallar um námsbækur, hefur sent frá sér
álitsgerð, byggða á samvinnu skólamanna og kunnáttu-
manna á sviði bókaútgáfu. Er þar bent á margt athyglis-
vert í sambandi við leturstærð, myndskreytingu og ytra
frágang bókanna. Einnig er skýrt þar frá niðurstöðum af
rannsókn á námsbókum fyrir lestreg börn.
FINNLAND.
Merkasti viðburður ársins var gildistaka tveggja nýrra
lagabálka. Annar fjallar um barnaskóla og laun og eftir-
laun barnaskólakennara, hinn um kennaraskóla.
Barnaskólalögin ná yfir barna- og miðskólastigið. Und-
irbúning þeirra má rekja til ársins 1936, er skipuð var
endurskoðunarnefnd fræðslulaganna. Lögin voru samþykkt
1. júlí 1957 og ganga í gildi 1. ágúst 1958. Skulu þau að
fullu vera komin til framkvæmda í öllum landshlutum 1.
ágúst 1970. Samkvæmt lögunum verður 6 ára barnaskóli
og tveggja ára unglingaskóli. Þar sem aðstæður eru erfið-
ar og sækja verður unglingaskóla í annað byggðarlag,
t. d. í byggðum í skerjagarðinum, má barnaskólinn vera
7 ár og unglingaskólinn eitt ár. Helzta breyting frá fyrri
lögum er sú, að nú verður unglingaskólinn alls staðar full-