Menntamál - 01.12.1958, Síða 161
MENNTAMÁL
213
kominn dagskóli, en áður var unglingum víða kennt á
stuttum kvöldnámskeiðum. Við skyldunámsskólana má
bæta gagnfræðastigi, og hafa nemendur þar sömu hlunn-
indi og nemendur skylduskólanna, þ. e. ókeypis kennslu,
skólabækur, skólamáltíð og heilsuvernd.
Fræðsluhéruð eru skyldug til að hafa sérbekki fyrir
treggáfuð börn á skólaskyldualdri. Undanþegin eru þó fá-
mennustu héruðin. Skylduskólinn skal hafa 200 vinnudaga
á ári. Skólaárið er frá 1. sept. til 31. maí. Menntaskólarn-
ir starfa jafnlengi.
Framlag ríkis til skólabygginga verður 20—50% af
byggingarkostnaði, og ríkislán geta numið 40—60% kostn-
aðar. Hlutur ríkis í skólabyggingum verður þannig 60—
95% af því verði, sem hæfilegt þykir að skólinn kosti og
reiknað er eftir föstum reglum að öllum aðstæðum athug-
uðum. Hæst verður framlagið í fámennum héruðum. Svip-
uð aðstoð fæst til viðgerða á gömlum skólum. Ríkið greiðir
% af kostnaði við skólabókasöfn, kennslubækur og skóla-
vörur, sem nemendur fá ókeypis, kennslutæki, skólamál-
tíðir, heilsugæzlu o. fl. Einnig greiðir ríkið 80% af laun-
um kennara.
Með lögunum varð breyting á launagreiðslum til kenn-
ara. Áður greiddi ríkið laun í peningum, en sveitarfélög
í hlunnindum. Nú fá kennarar, eins og aðrir fastir starfs-
menn, öll laun greidd í peningum, en greiða fyrir hlunn-
mdi, sem þeir njóta. Með lögunum færðust kennarar á
launaskrá ríkisins. Kennarar, sem kenna í strjálbýlustu
°g afskekktustu héruðunum, fá 5—55% launauppbót á
gTunnlaun. Til að fá greidd eftirlaun þarf kennari að
vera orðinn 60 ára og hafa greitt minnst 10 ár í lífeyris-
sjóð. Til að fá full eftirlaun, þarf hann að hafa greitt 30
ar í lífeyrissjóð. Kennsluskylda er 30 tímar á viku í barna-
skólum, 26 í mið- og gagnfræðaskólum og 24 í hjálpar-
skólum.
Kennaraskólalögin. Eftir þeim hefur lengi verið beðið,