Menntamál - 01.12.1958, Síða 162
214
MENNTAMÁL
ekki síður en barnaskólalögunum. Undirbúningur þeirra
hefur staðið með nokkrum hvíldum í 20 ár.
Samkvæmt lögunum verða kennaraskólarnir 4 ára skól-
ar eftir gagnfræðapróf. Starfrækja skal undirbúnings-
deild fyrir þá, sem ekki hafa þann undirbúning, eins til
tveggja ára eftir kunnáttu nemenda. Hafa má deilda-
skiptingu í skólunum, svo að nemendur geti að nokkru
valið um námsefni. Eitt erlent tungumál verður skylda.
Komið verður á námskeiðum fyrir þá kennara, sem vilja
taka stúdentspróf. Lögin ganga í gildi 1. ágúst 1958.
Inntökupróf í gagnfræðadeildir menntaskólanna var gert
landspróf 1955. Það fyrirkomulag virðist hafa gert mennta-
skólana mun eftirsóttari en áður, og geta þeir ekki tekið
við nærri öllum, sem standast prófið. Höfuðgalli lands-
prófsins virðist vera, að það er farið að hafa áhrif á störf-
in í barnaskólunum og veldur áhyggjum og óstyrk á mörg-
um heimilum. Kennaraskortur er geysimikill við gagn-
fræða- og menntaskóla, einkum vantar stærðfræði- og
finnskukennara í sænsku skólunum og stærðfræði- og
sænskukennara í finnsku skólunum.
Gefin hefur verið út reglugerð um menntun kennara,
sem kenna afbrigðilegum börnum, t. d. mállausum, sjón-
litlum, illa gefnum o. fl. Skulu þeir kennarar hafa al-
mennt kennarapróf og hafa kennt 2—5 ár við barnaskóla,
síðan skulu þeir stunda sérnám, a. m. k. í eitt ár og ljúka
sérkennaraprófi. Ef þörf fyrir sérkennara á einhverju
sviði er svo lítil, að ekki er hægt að starfrækja námskeið
fyrir þá, er ætlazt til, að þeir fái menntun sína á ein-
hverju hinna Norðurlandanna.
Fræðslumálaskrifstofur landsins fluttu í nýtt hús í mið-
bæ Helsingfors á árinu, og var fyrirkomulaginu jafnframt
breytt. Áður störfuðu 3 deildir, tvær fyrir finnska skóla
og ein fyrir sænska, en nú eru finnsku deildirnar orðnar 5.
17. norræna skólamálaþingið var háð í Helsingfors 6.—8.
ágúst, og hefur verið skýrt frá því áður í „Menntamálum".