Menntamál - 01.12.1958, Page 165
MENNTAMÁL
217
og fremst umgjörð um skólastarf, sem lengi hefur staðið,
og nánari reglugerðir og fyrirmæli skulu sett af skólayfir-
völdunum.
Húsmæðra- og bændaskólar starfa víða um landið. Verið
er að ljúka byggingu bændaskóla fyrir Lappa, þar sem
m. a. er kennd hreindýrarækt.
Margir bréfaskólar starfa. Bréfaskólaráð undir stjórn
menntamálaráðuneytisins fer yfir öll bréfaskólanámskeið
og segir til um, hvort nám í þeim er tekið gilt eða ekki.
10% námskeiðanna hlutu ekki viðurkenningu og fjórði
hluti þeirra skyldi endurskoðaður. Nemendur bréfaskól-
anna eru alls um 100.000 á ári, þar af 20 þúsund á vegum
hersins.
Tilraunaráð skólanna hefur að mestu starfað að sömu
verkefnum og síðustu ár, en þau eru helzt: 9 ára sam-
felldur skóli í nokkrum skólahéruðum, deildaskipting á
unglingastigi, enskukennsla í barnaskólum og sérstakir
bekkir fyrir þau börn, sem samkvæmt skólaþroskaprófum
eru ekki fær um að byrja skólanám.
SVÍÞJÓÐ.
Unnið er markvisst að betri skipulagningu á skólakerf-
inu, bæði vegna þess, að hin mikla aukning í framhalds-
skólunum krefst þess og eins vegna hins, að góð skipu-
lagning getur sparað stórkostleg útgjöld.
Árið 1956 gengu í gildi lög um ríkisstyrk til gagnfræða-
skólabygginga. Þetta hefur ýtt undir byggingarfram-
kvæmdir og gefið sveitarfélögunum frjálsari hendur um
fyrirkomulagið.
Aðalmál sænskra skóla hefur á undanförnum árum ver-
i<5 framkvæmd hins 9 ára óskipta skóla, sem reyndur hef-
Ur verið í fjöldamörgum skólahverfum og sífellt tekinn
UPP á fleiri stöðum. Hefur nú verið ákveðið, að það skóla-
fyrirkomulag verði tekið upp um allt land, víðast hvar á