Menntamál - 01.12.1958, Síða 168
220
MENNTAMÁI;
stunda háskólanám, verið gert kleift að afla sér tilsvar-
andi menntunar í bréfaskóla.
Samvinna háskóla og verkfræðiskóla við lægri skólana
hefur leitt til þess, að nefndir, skipaðar fulltrúum frá
hinum ýmsu skólastigum, hafa verið settar á stofn til
þess að vinna að samræmingu námsefnis í ýmsum náms-
greinum upp í gegnum skólakerfið. Forgöngu um þessa
samvinnu hafði háskólinn í Lundi.
Kennara- og húsnæðisskortur undanfarinna ára hefur
leitt til fjölgunar í deildum, en nú eru uppi háværar
kröfur um, að úr þessu verði bætt, og hefur nokkuð áunn-
izt. Samkvæmt ákvæðum frá 1957 skal stofnsetja sér-
staka bekki fyrir þá nemendur, sem ekki hafa skóla-
þroska, er þeir koma fyrst í skólann. Nemendur eru
mun færri í þeim deildum en öðrum. í verklegri kennslu
í náttúrufræði má skipta bekknum, séu nemendur yfir
16.
Starfsemi lýðháskólanna var að ýmsu leyti endurskipu-
lögð þetta ár. Kennslutíminn var lengdur í minnst 30
vikur, og frjálsara nám þar með gert auðveldara. Þriðja
námsárið mun verða algengara en áður. Sérnámskeiðum
verður komið á fót í eldri deildunum. Einkunnagjöf hef-
ur verið lögð niður, en nemendur geta fengið umsögn um
námshæfni sína. Kennarar skulu vinna nokkuð af kennslu-
skyldu sinni við námsflokka utan skólans. Styrkur er
veittur til skólabygginganna og reksturskostnaður að
nokkru greiddur af ríkinu.
Námsstyrkir hafa verið auknir við ýmsa skóla og námu
á árinu um 11 milljónum króna.
Ýmislegt hefur verið gert til að efla og bæta félagslíf
og tómstundastörf æskufólks og hafa, auk opinberra aðila,
ýmis félagssamtök verið þar að verki.
Framlag ríkis til sveitarfélaga hefur til þessa verið
skipt niður í fjölmarga liði, en greiðslufyrirkomulagið
nú verið gert einfaldara. 27 sérstyrkir, sem áður voru,