Menntamál - 01.12.1958, Page 172
224
MENNTAMÁL
I ýmsum skólum utan Reykjavíkur tóku fleiri nemendur
þátt í prófinu en greinir á töflunni hér að framan. Eins og
mörg undanfarin ár sendu nokkrir skólar ekki til endur-
mats úrlausnir þeirra nemenda, sem annaðhvort luku
aldrei prófinu eða hlutu svo lágar einkunnir, að skólastjór-
ar hlutaðeigandi skóla og þeir, sem um úrlausnirnar fjöll-
uðu, voru sammála um, að endurmat gæti engu breytt um
réttindi nemendanna. Líklega hefur tala slíkra nemenda
numið nokkrum tugum alls á landinu. Enginn þeirra mun
hafa náð meðaleinkunninni 5.00 í landsprófsgreinum að
dómi skóla síns.
Endurmati nefndarinnar var að þessu sinni hagað nokk-
uð á annan veg en áður. Endurmetnar voru aílar úrlausn-
ir þeirra nemenda, er hlotið höfðu meðaleinkunn lands-
prófsgreina á bilinu 5.50—6.50. Úrlausnir nokkurra ann-
arra nemenda, ýmist allar eða einstakar, voru og endur-
metnar í könnunarskyni. Endurmatið leiddi í ljós, að víð-
ast hvar var gott samræmi milli einkunnagjafar skólanna
annars vegar og nefndarinnar hins vegar. Þó voru undan-
tekningar frá því, einkum frá sumum hinna minni skóla.
Lágmarkseinkunn til inngöngu í menntaskóla og kenn-
araskóla (sbr. heimild í reglug. um miðskólapróf í bók-
námsdeildum frá 14. apríl 1947) var hækkuð frá þremur
skólum að þessu sinni, en ekki lækkuð frá neinum skóla.
Rækilega hefur verið brýnt fyrir öllum þeim skólum, er
mátu úrlausnir of vægilega að dómi nefndarinnar, að vanda
betur til matsins framvegis, einkum á úrlausnum þeirra
nemenda, sem nálægt standa mörkum II. og III. einkunnar.
Einkunnaflokkunin á töflunni hér að framan er miðuð
við einkunnir þær, sem nemendur hlutu að dómi skóla síns,
en ekki tekið tillit til þeirra breytinga, er urðu við endur-
mat nefndarinnar, að öðru leyti en því, að í síðasta dálki
(„yfir efra marki“) eru aðeins taldir þeir, er réttindi hlutu
til inngöngu í menntaskóla og kennaraskóla samkvæmt úr-
slitum prófsins.