Menntamál - 01.12.1958, Page 174
226
MENNTAMÁL
Frá Teiknikennarafélagi Islands.
Teiknikennarafélag Islands var stofnað 24. september
1957. Tilgangurinn með stofnun félagsins var í meginatr-
iðum tvíþættur:
1) Að gæta stéttarhagsmuna teiknikennara;
2) að stuðla að auknum viðgangi listfræðslu í skólum
landsins og meðal þjóðarinnar í heild.
Þegar hugleitt er, hvað gera megi til umbóta á aðferð-
um og aðstöðu við listkennslu í skólum landsins eftir upp-
lýsingum um þróun þessara mála í löndum, þar sem list-
fræðsla barna og unglinga hefur náð mestum árangri,
verður sú staðreynd fljótt á vegi manns, að við Islending-
ar stöndum því hallari fæti því lengra sem gengið er til
samanburðar á ástandi þessara mála hjá okkur og flestum
nágrannaþjóða okkar. Nægir í þessu sambandi að benda á,
að myndlistarfræðsla í skólum hins opinbera lýtur ekki
sérstakri yfirstjórn sérmenntaðra manna.
Það, sem einkum vekur athygli, þegar litið er yfir þró-
un heimsmálanna eftir lok síðustu heimsstyrjaldar, er,
þrátt fyrir ýmis dæmi hins gagnstæða, sú viðleitni til
alþjóðasamvinnu, sem gert hefur vart við sig á flestum
sviðum. Eitt jákvæðasta dæmi þessarar þróunar birtist í
starfsemi Menningar- og fræðslustofnunar Sameinuðu
þjóðanna, UNESCO.
Árið 1951 var að tilhlutan þessarar stofnunar efnt til
alþjóðlegrar ráðstefnu listfræðinga og listkennara, í þeim
tilgangi að finna nýjar leiðir til eflingar listfræðslu um
allan heim. Árangur af störfum ráðstefnunnar birtist í
stofnun Alþjóða listfræðslufélagsins (International Society
for Education through Art, INSEA).
Meginhlutverk INSEA er að stofna til sem víðtækastrar
samvinnu þeirra, sem hafa ábyrgðar að gæta í sambandi