Menntamál - 01.12.1958, Side 176
228
MENNTAMÁL
10. Eiga samvinnu við Menningar- og fræðslustofnun
Sameinuðu þjóðanna og aðrar þær stofnanir, sem
kunna að hefja starfsemi að sömu markmiðum og fé-
lagið, um framkvæmdir á starfsáætlunum þess um
stuðning við fræðslustarfsemi á hinum ýmsu sviðum
lista.
11. Gera ráðstafanir til þess, að með tímanum verði kom-
ið á fót alþjóðlegri listfræðslustofnun (International
Institute for Art Education).
Teiknikennarafélag íslands hefur gerst aðili að INSEA
og tveimur öðrum listfræðslusamböndum: Eastern Arts
Association & National Art Education Association í Banda-
ríkjunum og Fédération internationale pour l’éducation
artistique, FEA, í Sviss.
Tilgangurinn með aðild félagsins að ofangreindum list-
fræðslusamböndum er sá, að félagið geti sem bezt sinnt
því ætlunarverki sínu að stuðla að jákvæðri þróun list-
fræðslumála landsins. Það vakir fyrir félagsmönnum að
tileinka sér sem mest af þeim árangri, sem fengizt hefur
erlendis á sviði listfræðslu í barna- og unglingaskólum, og
vinna síðan að því, að þessa árangurs gæti sem mest við
listkennslu í íslenzkum skólum.
Stjórn félagsins hefur nýlega borizt tilkynning frá
INSEA þess efnis, að félagið eigi kost á að fá að láni
álitlegt safn bóka um listfræðslu og annað safn skugga
myndarenninga í litum, sem INSEA lét gera eftir 225
úrvalsmyndum sýningarinnar „Art of Adolescence", sem
haldin var í Haag sumarið 1957, í tilefni annars aðalfund-
ar INSEA. Stjórnin hefur tekið þessu boði fegins hendi
og mun, er þar að kemur, hlutast til um, að bækur og
myndir úr söfnunum berist til sem flestra teiknikennara
á landinu, meðan á lánstímanum (5 mán.) stendur.
1 sumar varð það að samkomulagi milli stjórnar félags-
ins og Unesco Art Education League í Tokyo, að skipt