Menntamál - 01.12.1958, Page 178
230
MENNTAMÁL
til að efna til eins konar samkeppni milli nemenda í
barna- og unglingaskólum höfuðstaðarins um „beztu mynd
mánaðarins" í hverjum skóla. Er ætlunin, að síðan verði
þessar úrvalsmyndir birtar vikulega í öllum dagblöðum
Reykjavíkur allt skólaárið. Hefur þessu máli verið hreyft
við ritstjóra viðkomandi blaða og hafa þeir undantekn-
ingalaust tekið því mjög vel, enda gæti hér jafnframt ver-
ið um að ræða skemmtilega tilbreytni í fréttaefni blað-
anna. Nemendur munu verða hvattir til þess að safna
saman þeim myndum, sem birtar verða yfir veturinn, en
með því móti ættu þeir að fá allgott yfirlit um bezta árang-
ur af myndlistarstarfsemi skólanna. Ef þessi tilraun ber
þann árangur, sem vonir standa til, má ætla, að með tím-
anum verði efnt til hliðstæðrar samkeppni í öllum skólum
landsins. Er einnig til athugunar, að úrvalsmyndunum
verði komið fyrir í sérstöku safni, sem síðar yrði notað
sem einskonar „banki“ fyrir umferðasýningar.
Að lokum hafa verið athugaðir möguleikar á því að fá
til landsins erlenda sérfræðinga í listfræðslu til að veita
forstöðu námskeiði fyrír listkennara. Er þó enn of snemmt
að spá nokkru um, hvað fært verður í því efni.
Til þess að starfsemi félagsins nái þeim áhrifamætti og
árangri, sem stefnt var að með stofnun þess, er því nauð-
synlegt að eiga sem nánasta samvinnu við kennara í öllum
skólum landsins um að ætíð sé fyrir hendi sem skýrust
mynd af ástandi listfræðslumála um allt land. Stjórn fé-
lagsins væri ómetanlegur styrkur að því, ef teiknikenn-
arar veittu henni ýtarlegar upplýsingar um tilhögun kennsl-
unnar á hverjum stað og bæru fram við hana þær tillögur
til umbóta, sem þeir kynnu að hafa fram að færa. Jafn-
framt er hér með skorað á þá að ganga í félagið. Ekki eru
önnur skilyrði sett fyrir upptöku en að umsækjandi annist
teiknikennslu eða hafi lokið teiknikennaraprófi, en þetta
tvennt fer ekki alltaf saman. (Ath. Umsóknareyðublað og
lög félagsins er aftast í þessu hefti.)