Menntamál - 01.12.1958, Page 179
menntamál
231
Fyrstu stj órn félagsins skipuSu þessir aðilar: Formaður:
Valgerður Briem, ritari: Jón E. Guðmundsson, gjaldkeri:
Þórir Sigurðsson. Varamenn: Jón M. Guðmundsson og
Unnur Briem. Endurskoðendur: Hörður Ingólfsson og
Björn Birnir.
Á síðasta aðalfundi fór fram kosning núverandi stjórn-
ar félagsins, en hana skipa: Formaður: Guðmundur Elías-
son, ritari: Björn Birnir, gjaldkeri: Þórir Sigurðsson.
Varamenn: Valgerður Briem, Unnur Briem og Hörður
Ingólfsson. Endurskoðendur: Jón E. Guðmundsson og Jens
Níelsson.
Hér fer á eftir lausleg þýðing á niðurstöðum nefndar
þeirrar, sem skipuð var á 2. aðalfundi International Soci-
ety for Education through Art til að gera tillögur um
leiðir til „eflingar og örvunar listfræðslu" í barna- og
unglingaskólum. Formaður nefndarinnar var Emil Betzel-
er, stofnandi og fyrrverandi forseti sambands þýzkra list-
kennara (Bund Deutscher Kunsterzieher), varaforseti
F.E.A. og fulltrúi í stjórn INSEA:
Þar eð við erum sannfærðir um:
a) að öll listsköpun sé ekki munaður, heldur vottur um
eina af djúpstæðustu þörfum mannkynsins og því
mjög mikilvæg fyrir eðlilegan þroska þess;
b) að þráin til listrænnar tjáningar sé hverjum manni
eiginleg og hver einstaklingur eigi því sjálfsagðan
rétt á að njóta menntunar í listrænum efnum;
c) að listiðkun beri að vera ófrávíkjanlegur þáttur í
öllu skólanámi og hana beri að glæða með öllum til-
tækilegum ráðum,
þá leggjum við til, í nafni INSEA, að eftir greindar tillög-
ur verði teknar til íhugunar af öllum þeim, sem á einhvern
hátt bera ábyrgð á kennslustörfum: