Menntamál - 01.12.1958, Page 180
232
MENNTAMÁL
1. Þróa ber skilning og mat á listum fyrst og fremst
með skapandi starfsemi. Einstaklingnum er ekki nauð-
synlegt að hafa sérgáfur til þess að geta tekið þátt í
slíkri starfsemi.
2. Mál listarinnar á sér engin takmörk og er auðskilið
öllum. Það getur þess vegna stuðlað að auknum skiln-
ingi milli þjóða. Æskufólki allra landa ber að geta
talað þetta mál.
3. Æskufólk nútímans verður stöðugt fyrir sterkum
áhrifum, sem telja má fjandsamleg skapandi eigin-
leikum þess, og hefur því þörfin fyrir listfræðslu
(education through art) aldrei verið meiri en einmitt
nú. Það sköpunarstarf, sem heilbrigð listiðkun hefur
í för með sér, hjálpar æskunni til að lifa fyllra og
betra lífi.
4. Öll listiðkun hefur svo mikilvægu hlutverki að gegna,
að nauðsynlegt er, að listnám sé gert að skyldunáms-
grein í öllum aldursflokkum skólanna.
5. Ekki skulu vera fleiri en 20 nemendur í hverjum flokki
við listnám, ef aðeins er um einn kennara að ræða.
6. Hæfilegum tíma skal varið til listkennslu og skal
kennslustundafjöldi fara nokkuð eftir námsstigum,
en ekki má hann undir neinum kringumstæðum vera
skemmri en tvær kennslustundir á viku fyrir hvern
nemanda allan námstímann.
7. í hverjum skóla skulu vera sérstakar vinnustofur til
listiðkunar, og skulu þær allar búnar nauðsynlegum
kennslutækjum oggögnum (vinnuborðum, verkfærum,
bókasafni og sýningadeild). Allt efni til listiðkunar
skal veitt nemendum ókeypis.
8. Með hliðsjón af félagslegu gildi listmenntunar fyrir
hvern einstakling gerum við kröfu til þess, að allir
kennarar — ekki einungis listkennarar við skóla gagn-
fræðastigsins og tækniskólana, heldur einnig allir
kennarar við fóstruskóla, barnaskóla og námsfloklca