Menntamál - 01.12.1958, Side 187
MENNTAMÁL
239
Ólafur Gunnarsson sálfræðingur flutti erindi um starfs-
fræðslu í skólum, einnig flutti hann sambandinu boð um,
að það annaðist milligöngu um að senda fulltrúa á næsta
starfsfræðslumót Norðurlanda, og var boðið þegið.
Samþykkt var eftirfarandi ályktun:
„15. fulltrúaþing SÍB metur mikils þá starfsemi, sem
hér er hafin til leiðbeiningar unglingum um starfsval.
Skorar þingið á fræðslumálastjórn að vinna að því, að
við endurskoðun fræðslulaganna verði starfsfræðsla
tekin upp á 2. ári unglingastigsins eða á seinasta ári
barnafræðslunnar, þar sem skólaskyldu lýkur með fulln-
aðarprófi.“
Jón Emil Guðjónsson flutti erindi um Ríkisútgáfu náms-
bóka, gerði hann grein fyrir fyrirkomulagi, störfum og
næstu verkefnum útgáfunnar, svo og fjárhagsaðstöðu
hennar.
Gunnar Guðmundsson flutti erindi um námstíma barna
og heimavinnu, en tími leyfði ekki umræður um það mál.
Aðalsteinn Eiríksson kynnti nýstofnað styrktarfélag van-
gefinna og bað kennara að taka vel, ef félagið leitaði til
þeirra.
Fræðslumálastjóri, Helgi Elíasson, minnti á, að á næsta
ári væri 200 ára ártíð Jóns Þorkelssonar Skálholtsrektors.
Sagði hann, að menntamálaráðuneytið hefði skipað nefnd,
Thorkilliinefnd, til að annast undirbúning hátíðahalda. Var
dreift til fulltrúa bréfi frá nefndinni, þar sem beðið var
um stuðning kennarastéttarinnar við málið.
Þingið samþykkti áskorun til menntamálaráðuneytisins
um, að það hlutaðist til um, að ísland gerist aðili að Menn-
ingar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna. (UNESCO).
Meðan á þinginu stóð, barst því boð frá menntamálaráðu-
neytinu um, að SÍB sendi einn áheyrnarfulltrúa á fund
UNESCO á Norðurlöndum, þar sem sambandið hefði bar-
izt fyrir, að ísland gerðist aðili að samtökunum. Boðið var